Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 96
302
Svo mælti austrænn vinur.
IÐUNN
Hann er Tyrki, gulbrúnn á hörund, svarthærður og
svartbrýnn. Augu hans eru mild og djúp, eins og annarleg
værð hafi numið sér þar bólfestu. En varirnar eru
þunnar og drættir um munnvikin, sem gætu bent á
þótta og grimd. Það er einhver kynleg, eggjandi mót-
sögn í fari mannsins, sem gerir mér Ijúft að tala við
hann. Hann er þjóðsagnafræðingur og talar þýzku með
mjúkum, viðfeldnum málróm.
Eg segi honum ýmislegt af Islandi, þjóðsögur, goð-
sagnir, siðvenjur, trú. Margt veif hann um af bókum.
Meðal annars segi ég honum frá því, að öldum saman
hafi íslendingar hatað Tyrkjann, eða öllu heldur trú-
bræður hans, meira en sjálfan djöfulinn. Hann brosir,
honum þykir það auðsæilega kynlegt, þetta logahatur
hinnar litlu, fjarlægu þjóðar. En alt í einu Iýtur hann
fram og segir með mikilli alvöru: »Þér hafið hatað oss.
Og svona var það einu sinni. Allir hötuðu oss. Og á
meðan allir hötuðu oss, vorum vér sterkir og ósigrandi.
Hatur þjóðanna draup yfir oss eins og blessun, sem
þjóð vor saug næringu af. Hver bylgja af vestrænu
hatri rétti bök þeirra, sem bleyðin lá við hjartarætur,
og hleypti þeim kappi í kinn. Það var meðaumkun og
tillátssemi Evrópu, sem mergsaug hugrekki vort og
hörku og þrautseigju. Friðarboð yðar hafa verið oss
skæðari en bölbænir yðar, vingjafir yðar verri en byssu-
kúlur«.
Ég dirfist að spyrja þess, hvort hann álíti ekki, að
þjóð hans hafi numið ýmsa menningu af sambúðinni við
Vesturlandabúa, t. d. að því er snerti fágun siða og
hugsunarháttar. Hann virðist hugsa sig um stundarkorn:
»Nei, það er mesti misskilningur, enda vitið þér sjálfir
fullvel, að þér hafið engu að miðla í þeim efnum. Vér
höfum numið fátt eitt af yður, og það helzt, sem oss