Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 67
IÐUNN
Frá Hallvarði Hersi.
273
vaknar æpandi á ný, talar tryllingslega og slitrótt við
sjálfan sig og blundar aftur.
Þegar hann virðist loksins vera nokkurn veginn bú-
inn að festa svefn, laumast eg á fætur og slekk ljósið
— þótt hann væri búinn að harðbanna mér það. Að
því búnu leggst eg aftur fyrir og steinsofna.
Allt í einu glaðvakna eg. Skært ljós glampar mér í
svefnþrútnum augum.
Það lýtur einhver yfir mig og hefir þrifið harkalega
í brjóst mér — Hallvarður Hersir —. Hann heldur
hægri hendi á lofti og kreistir rýting, og ljósið glampar
á blaðinu. Hallvarður horfist stöðugt í augu við mig,
óútreiknanlegur. Eflir drykklanga stund hvíslar hann
með hásri röddu:
Hvort eg hef drepið? —------------
Svo þegir hann á ný.
Eg veit, að hann er til alls búinn. Þetta er óvænt og
fáránleg barátta um líf eða dauða. Ef eg brýzt á fætur,
er hann viss með að særa mig svöðusári með rýtingn-
um. Ekki þori eg að mæla orð frá vörum, því að það
er ómögulegt að segja, hvað af því kann að hljótast;
jafnvel raddblærinn getur riðið mér að fullu. Ef hann
heldur, að eg fari að biðjast griða, þá bregzt honum
bogalistin. Eg herði upp hugann, horfist í augu við hann,
ligg grafkyrr og bæri ekki á mér.
Mér er ekki ljóst, hve lengi eg hef legið þannig.
Loksins sleppir Hallvarður takinu, réttir úr sér, andar
djúpt og fleygir hnífnum frá sér.
Ef þú hefðir hrært legg eða lið, þó að ekki hefði
verið nema brosað, værirðu nú liðið lík! — — —
Hvað á allt þetta að þýða? spyr eg og brölti á
fætur.
Það á það að þýða, að þú þekkir ekki Hallvarð
Iöunn XIV. 18