Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 43
IÐUNN
Um listir.
249
rök síns eigin lífs, skygnast eftir þeim úrlausnum, er
hún veitir við æðstu vandaspurningum mannanna, láta
blys hennar lýsa sér inn í framtíðina og hvessa skilning
sinn á rétt og rangt. Hann á ekkert annað erindi. Fái
hann engin svör við þessu, þá veit hann, að hann hefur
farið í geitarhús að leita ullar, að þessari krónunni er
kastað á glæ og þessari stundinni eytt til einskis. Hann
hefur þá aðeins fundið fyrir sér vissa tegund handiðn-
aðar, sem eyðslustéttin kaupir til þess að prýða með
hús sín, styður til þess að útbreiða lífsstefnu sína —
yfirstéttarlist. Hann má að vísu eiga það á hættu, að
listdómarar yfirstéttarinnar segi honum, að hann hafi
ekkert vit á þessu. Þetta sé listin, — hin eina list,
viðurkend í Kaupmannahöfn, París og úti um víða ver-
öld. En hann lætur það ekkert á sig fá. Hann veit, að
viðskiftalögmálin, sern drotna yfir listinni, eru hin sömu
í Kaupmannahöfn og París eins og hér — og að list-
dómarar vinna sér brauð sitt með þeim hætti að ginna
út úr alþýðu samkvæði hennar við því, að það sé list,
sem yfirstéttinni kemur bezt, að svo sé kallað — lífs-
skoðun hennar, gleði hennar, smekkur hennar, híbýli
hennar, klæði hennar og hún sjálf, túlkuð á listrænan
hátt. Slík list er eitt af tækjum hennar til þess að halda
hinum vinnandi lýð í viðjum áþjánar og fáfræði, ala upp
í honum táldrægar vonir um að komast í þá stétt. Og
nauðugir, viljugir, vitandi og óafvitandi, blindir og sjá-
andi, ganga listamenn allrar veraldar undir ok hennar,
af því að þeir þurfa að lifa á sama hátt og aðrir menn.
Þegar nútímamaðurinn, alþýðusinninn, hinn hugsar.di
öreigi, kemur á listasýningu, má svo að orði kveða, að
hann kalli fyrir dóm sinn hvern einstakan listamann.
Ekki til þess að yfirheyra hann um leyndardóma þeirrar
íækni, er hann skapar list sína með, né gera út um það