Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 18
224
Hallgrimur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
prófastur kapítulans haft aðsetur. En hann er nú lands-
dómari í Ringsted, eins og þér vitið, það er einn ágætur
herra, og þetta hús væri ekki nógu stórt fyrir hans
bibliotheka. Honum er mjög ant um dómskólann.
— ]á, lénsherra jörgen Seefeld, svaraði Brynjólfur;
allir könnuðust við hinn hálærða, bókelska mann.
Þeir gengu enn fram hjá heilum hóp húsa, þar til þeir
staðnæmdust í litlum krók suðaustur frá kirkjunni. Krók-
urinn myndaðist af tveim lágum múrbindings-húsum,
mjög hrörlegum, sem stóðust hornrétt á.
— Þessi tvö hús eru okkar bústaðir, yðar og minn,
sagði skólameistari.
Hann fylgdi Brynjólfi inn í konrektorbústaðinn, og
Brynjólfur kunni undir eins vel við sig í þessum þrem
gömlu, lágu, björtu stofum, með útsýn til kirkjunnar úr
insta herberginu. Hann kaus sér það strax að vinnu-
stofu, þó að nú stæði þar rúm.
Þegar þeir höfðu, litlu síðar, skoðað skólann að innan,
uppi og niðri, og dvalist lengur uppi, í meistaralexíunni
— þar sem rektor og konrektor kendu — staðnæmdist
Brynjólfur við einn gluggann á austurhliðinni og horfði
út. Aðaldyr dómkirkjunnar blöstu við honum, og virtust
vera gerbreyttar héðan að sjá. 011 efsta bogabrúnin var
miklu breiðari, miklu bjartari, miklu nálægari, heldur en
þegar horft var beint upp, þó að nú sæist hún úr langt-
um meiri fjarlægð. Hann vildi sjá kirkjuna.
Þeir gengu inn um litlar horndyr, gegnum vopnhúsið,
og nú stóð hann í annað skifti á æfi sinni í þessu dýr-
lega guðshúsi, með þessum háu hvelfingum, sem voru
eins og millistig upp í himin sjálfs Guðs. Rétt fyrir innan
prédikunarstólinn var stóreflis múrhvolf í veggnum, sem
nú stóð tómt.
— Hér stóð líkneskið mikla af verndardýrlingi dóm-