Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 45
IÐUNN
Um listir.
251
III.
Stéttaþjóðfélag er harðhent á mörgum, listamönnum
ekki síður en daglaunamönnum og smábændum. Eitt
einkenni þess eru miskunnarlaus hörkutök við alla and-
lega viðleitni, sem ekki verður sveigð annaðhvort til
hlýðni, þjónustu, eða að minsta kosti hlutleysis við hina
ráðandi stétt. Og til þess notar hún eitt allsherjar vopn:
hungrið. Það er vopnið, sem dýratemjarinn notar við
villidýrin sín, áður en hann fær þau til þess að gleyma
eðli sínu og leika allskonar loddaralistir. Enn er það
bezta ráðið, sem fundist hefur, til þess að beygja ólman
vilja í mönnum, sverfa í sundur hugrekki þeirra og kýta
þá í herðum.
Og í stéttaþjóðfélaginu vofir hungursvipan altaf yfir
öllum listamönnum.
Enginn hlutur skýrir þetta eins vel eins og Iistregla,
sem um langan aldur hefur verið í heiðri höfð, og er
það reyndar ennþá af mörgum. Hún hljóðar á þessa
leið: »Listin vegna listarinnarc. Þetta litur ofur-sakleysis-
lega út: Listamaðurinn á engan tilgang æðri en list
sína, alt verður að lúta hennar lögum. Efnið, sem fjallað
er um, skiftir engu, en meðferð þess öllu. Listamaður-
inn má ekki boða neinn boðskap svo ötullega, að það
brjáli í neinu lögmálum listarinnar. Þá er það ekki list.
Listin á tilgang sinr. í sjálfri sér, en ekki í mönnunum,
sem eiga að njóta hennar, ekki í lífinu sjálfu. A móti
þessari listreglu hefur ýmislegt verið sagt og ritað, en
of fátt um félagsleg rök þess, að hún er til orðin.
Þessi regla: »Listin vegna listarinnar* táknar undanhald
listanna við þau bönn, sem ráðandi stéttir setja við því,
að fjallað sé um þá hluti, sem þeim koma illa, — skorð-
urnar, sem þær setja við því, að fjallað sé um lífið sjálft,