Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 98
304
Svo mælti austrænn vinur.
IÐUNN
hann átti með þeim sonu og dætur og ól þau upp sem
frjálsborna menn í húsi sínu. Hann var faðir og verndari
allra, sem lifðu undir þaki hans. Þér hafið aldrei skilið
fjölskyldulíf vort, haldið, að þar hafi ekkert verið að sjá,
nema úlfúð afbrýðissamra kvenna, ósiðlæti, harðstjórn
og grimd. Þér hafið aldrei skilið, hvað það er að sjá
ættina gróa upp í mörgum sonum og fögrum dætrum
kringum húsföðurinn, sjá styrk hennar og fjölhæfni
renna upp af mörgum fjarskyldum rótum, sjá frænd-
garðinn magnast um arin ættarinnar. En nú færist
auðnuleysisblær yðar Vesturlandabúa yfir fjölskyldulíf
þjóðar vorrar. Maður á eina konu, eins og þér teljið
yður hafa. En þér hafið aldrei haldið einkvæni yðar í
heiðri. Þér hafið óvirt það boð spámanns yðar eins og
öll önnur. Borgir yðar eru fullar af konum, sem veita
mönnum ástir sínar, réttlausum, útskúfuðum, fyrirlitnum
snýkjudýrum, sem beðnautar þeirra sjálfir svíkjast um
að fara með sem væru þær menn. I vorum augum er
slíkt atferli óafmáanlegur smánarblettur á manni. En
þær hefna sín. Þær hefna sín greypilega. Þér hafið goldið
þeim fyrirlitningu fyrir að svala fýsnum yðar. Þær hafa
brosað feigð í augu sona yðar og kyst á varir þeirra
eitur, sem nú brennur í öllum æðum hins vestræna
kynstofns. Og að sama skapi sem vér nemum meira af
yður í þessu efni, að sama skapi lækkar hamingjusól
þjóðar vorrar, þverr heilbrigði hennar og máltur*.
»A að skilja þetta svo, að siðgæði Islams hafi jafnan
staðið ofar siðgæði kristninnar?®
»Eg held að við ættum ekki að blanda Islam og
kristni um of inn í þetta, vegna þess að Islam er sið-
gæði, en siðgæði yðar er ekki bygt á trú yðar nema
að örlitlu leyti. Ég veit ekki hvernig þessum málum er
háttað á Islandi. Ég þykist vita, að austrænn fræði-