Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 83
IÐUNN
Kirkjan á fjallinu.
289
Ugga flytja í aðra sýslu, og hann kveður Siggu-Siggu í
síðasta sinn. Það er í rauninni alveg dæmalaust æðru-
laus athöfn, falin í því einu, að hún þakkar honum fyrir
miðana og Uggi Greipsson svarar kotroskinn: sjálf-
þakkað. Eftir það sáust þau aldrei meir. Sagan um
þessa fyrstu ást hefur liðið fram hjá eins og mjúkur
vorvindur í grasi, maður varð naumlega var við, að það
væri saga. En það, sem stendur á næstu blaðsíðu eftir
skilnaðinn, tjáir hina tregaríku dýpt mannlegra örlaga
betur en höfundi hefur nokkursstaðar tekist annarsstaðar
í þeim bókum, þar sem hann leitaðist við að leggja
sem mest í sögulegt ris og heimspekilega breidd. Þó er
ekkert sagt, nema að Sigga-Sigga dó tuttugu og fimm
árum seinna, og þegar Ugga er skrifuð fréttin um það
til útlanda, þarf hann að hugsa sig lengi um til að
muna, hvaða manneskja þetta var.
Næsta bókin, Skipin á himnum, segir frá búferlaflutn-
ingnum og byrjar á þessum orðum: Steinarnir fram með
veginum eru eins og kirkjufólk á messudegi. Það er
löng leið, yfir bygðir og heiðar. Síðan koma lýsingarnar
á nýja bænum eins og hann kom sjö ára gömlum inn-
flytjandanum fyrir sjónir í allri dul nýnæmisins, síðan
myndir frá dögum fyrsta sumarsins þar. Drengurinn
liggur milli þúfna niðri við ána og hefur komist að
þeirri niðurstöðu, að alheimurinn sé kúla gerð til helm-
inga úr himni og jörð og lifi mannfólkið innan á veggj-
um kúlunnar, og þegar menn fara umhverfis heiminn,
þá hljóta þeir að sigla skipum sínum yfir himininn. Hann
liggur lon og don í grasinu og er að reyna að koma
auga á skipin og dreymir um að verða sjálfur skipherra
og sigla skipum sínum yfir himininn. Stígandina í þess-
ari bók markar móðurmissirinn. Astin til móðurinnar og
hinn bráði missir hennar er bersýnilega einn örlög-
Iöunn XIV. 19