Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 93
IÐUNN
Conan Doyle.
299
mann, skáldið Einar H. Kvaran, iil dæmis um hve erfitt
er, jafnvel nú, meir en hálfri öld seinna, að koma fram
hinum rétta skilningi á þessu afaráríðandi líffræðiatriði:
hvernig framlífinu er háttað. Kvaran kemst svo að
orði í »Morgni« 1930, s. 127: »Rétt virðist mér að
benda á það, þó að þess gerist ef til vill ekki brýn þörf,
hve fjarri hugsanaferill þessa vísindamanns [Sir Olivers
Lodge] er þeim hugmyndum, sem komist hafa inn hjá
sumum hér á Iandi'), að vér eigum eftir andlátið að fá
jarðneskan líkama á einhverri annari plánetu en vér bú-
um nú á«. Má af þessum orðum marka, að hinu ágæta
skáldi finst lítið um það, sem framtíðin mun telja þá
merkilegustu uppgötvun í líffræði, sem enn hefir gerð
verið. En ekki er það nein furða, þó að jafnvel gáfuð-
um mönnum verði erfiðara um hinn rétta skilning, þegar
annar eins maður og Sir Oliver Lodge heldur fram
þeirri afleitu fjarstæðu, að lífið hafi aðeins um stundar-
sakir samband við efnið. En sannleikurinn þó á þá
leið, að vér getum alls ekki hugsað oss líf án sambands
við efni, og tilgangurinn með lífinu bersýnilega sá, að
ná fullum tökum á þessu, sem vér köllum efni, og koma
fram, gersamlega, öllum möguleikum þess til góðs, en
girða fyrir hina.
Örðugleikarnir á að koma fram hinum rétta skilningi
eru að vísu miklir, en aðstaðan þó miklu betri en áður
hefir verið. Og telja má víst, að viðleitnin að handan á
að fá þá, sem miðilfundi stunda, til að átta sig á þess-
um efnum, muni eignast öflugan Iiðsmann, þar sem er
hinn framliðni Arthur Conan Doyle.
21. ágúst. Helgi Pjeturss.
1) Leturbreytingin eftir mig. H. P.