Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 64
270 Frá Hallvarði Hersi. IÐUNN Seinna um nóitina sátum við Hallvarður Hersir annars staðar. Heim vildi hann ekki fara fyrir nokkura muni. í afturelding fundum við knæpu, þar sem hægt var að eta morgunmat, og meðan við sátum að brauðkollum og »brislum«, sagði Hallvarður mér allar sögur sínar á nýjan leik í fimmta eða sjötta sinn. Eg var vægast sagt þreyttur. Eg var úrvinda, en eg vildi ekki skiljast við Hallvarð fyrr en hann væri kominn heim í pensiónatið í Amalíugötu, þar sem hann bjó. Eg vildi vita hann heima, og fannst eg bera meira en smávegis. ábyrgð á honum. A endanum komumst við líka þangað, því að Hallvarður átti ekki orðið grænan eyri, og tuttugu króna gullpeningurinn minn hafði loks orðið að fljúga líka, en eg var hreint ekkert bágur yfir því. í hinu sæmilega vistlega herbergi Hallvarðs svifu reykjarský og værninn portvínsþefur í þykkum ábreiðum og glæsilega kögruðum dyratjöldum. Allt þarna inni var í smeðjulegum lit. Eg þráði að komast sem fyrst undir bert loft aftur, en Hallvarður lagði báðar hendurnar fast á axlir mér. Eg mætti alls ekki fara frá honum núna, eg yrði að liðsinna honum. Peningunum, sem við höfum eytt í nótt, þessum 50 krónum, hafði hann verið búinn að lofa hús- móður sinni. En þarna hengju nú kjólföt eins og eg sæi, og þau væri þó alltaf 30 króna virði á veðláns- stofunni. Hann hafði einmitt komið heim með þau í gær; þá vantaði ekki nema 20 krónur. Þær varð hann að grípa upp úr steinunum. En öllu þessu verð eg að hjálpa honum að koma í framkvæmd, þegar við erum búnir að fá okkur portvínsglas og styrkja heilann. Við hellum í okkur portvínsglasi og styrkjum heilann. Stúlkan, sem kom með portvínið, fær líka glas. Áður en mig varir, er hún búin að lána Hallvarði þessar 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.