Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 73
IDUNN
Kirkjan á fjallinu.
279
Elliðagríms í Sælir eru einfaldir og verði bráðkvaddur
af weltschmerz í Dýrinu.
Á einum stað í Kirkjunni á fjallinu, nær lokum þesshluta
ritsins, sem heitir Nótt og draumur, segir Uggi Greips-
son alias Gunnar Gunnarsson endurminningu, líklega úr
smalamensku, frá gömlum heiðarbæ, — »einum hinna
grýttu bæja í heiðinni*.
»Við erum þar saman komnir margir menn«, segir
hann. »Pabbi er meðal þeirra. Eg hef flutt hestana út
fyrir tún og heft þá. Þetta hefur verið slæmur dagur
fyrir mig, ég sezt niður á sendna þúfu, þreyttur og
kjarklaus. Eg lít heim að bænum, þaðan sem ég sit.
Kring um túnskækilinn hringar sig skörðóttur grjót-
garður. Æ, alt er hér steinn, grár steinn! Þeir gægj-
ast upp úr túninu, þeir glápa út úr Iágum veggjun-
um. Áfallið verður að gera sér þá að góðu, því það
er ekki rúm fyrir svo ýkja marga dropa á strjálum strá-
unum. Bændurnir, sem þyrpast kring um feimin bæj-
arhúsin, — þeir eru líka gráir, gráir, gráir. Og þeir eru
gráir í meira en einum skilningi, því þeir eru bognir af
erfiði, upplitaðir af vindi og veðrum, hrjúfir og hrukk-
óttir af illum dögum og góðum. Eins margir og hér eru
saman komnir hafa líklega búið á þessum einmana bæ
síðan á landnámsöld, — það getur ekki munað miklu.
Eg virði nánar fyrir mér þessa gráu bændur, uppgötva,
að ég þekki þá ekki, hef aldrei séð þá áður. Mér virð-
ast þessir líkamir steyptir í mótum óþektra örlaga, þessi
andlit greypt af knífsoddum fjarlægra sársauka. Þeir
hafa búið hér ár fram af ári, mann fram af manni, síðan
landið fanst, og lifað á grjóti. Andi þeirra, trú og trygð
hefur gert grjótið frjósamt. Og ekki aðeins hér, heldur
á öllum grýttum, gráum bæjum landsins hafa slíkir