Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 46
252
Um listir.
IÐUNN
lífsspursmál mannanna, félagsmálefni þeirra og önnur
viðlíka hæftuleg spursmál. Listin vegna lisfarinnar er
vörumerki eyðslustéttarinnar á því, sem hún vill kaupa
og telur óhætt að útbreiða. Og vörufölsun á þeim svið-
um er hættuleg. Þá þrýtur matinn á borði listamannsins.
Afleiðingin af þessu er sú, að viðfangsefni listamann-
anna verða oft alveg furðulega smávægileg og auðvirði-
leg, og standa ekki í neinu skynsamlegu hlutfalli við
kunnáttu þeirra og hæfileika. Þegar jörðin logar í við-
sjám og ófriði, þegar miljónir manna líða óútmálanlegar
þrautir fyrir missmíði á skipulagsmálunum, þegar heilar
þjóðir eru að reyna að brjótast fram úr myrkviði áþjánar,
hörmunga og fáfræði, sitja pennafærustu menn Evrópu
og Ameríku og stritast við að lýsa aðdragandanum að
samförum ómerkilegra manna og kvenna, og málararnir
rembast við að mála fjöll, sem sýnilega ekki virðast
geta haft nein áhrif á úrlausn þessara mála, og mynd-
höggvarar móta af allri alúð andlit útgerðarmanna, iðju-
hölda og bankastjóra — af því að þeir geta borgað.
Akaflega mikill hluti af listframleiðslu allra svokallaðra
menningarlanda er fánýti, hégómi — ekki af aumingja-
skap eða kunnáttuleysi listamannanna, heldur af því, að
svo þröngur stakkur er þeim skorinn í bóndabeygju
þeirra viðskiftalögmála, sem list þeirra verður að lúta.
Eg sá á báðum sýningunum hér allmörg dæmi um þetta
listafánýti — hluti, sem voru gerðir af miklum dugnaði, en
engin lifandi sála getur haft nokkra uppbyggingu af að
horfa á vegna þess, að viðfangsefnið er svo fáránlega
lítilsvirði. Vil ég þar til nefna ýmsar »Stilleben«-myndir.
Listamaðurinn raðar upp nokkrum eplum eða einhverju
matarkyns og málar það síðan. Slíkar myndir geta lýst
miklum dugnaði listamannsins, en nútímamanninum er
slíkur dugnaður algerlega óviðkomandi, unz hann birtist