Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 101
IÐUNN
Efnisheimur.
Niðurl.
Rafeindir. Rafmagn. Þegar líður á síðasta fjórð-
ung 19. aldar, fer menn að gruna, að efniseindirnar væru
eigi svo einfaldar sem áður var haldið. Virtust þær nú
skiftilegar — jafnvel kerfi, meira og minna flókin, eitt-
hvað áþekk sólkerfunum í himingeimnum. Englending-
urinn Clerk Maxwell átti fyrstu hugmyndina, og síðan
hefir það sannast af margvíslegum tilraunum víða um lönd.
Samkvæmt þeim er efniseindin gerð af einskonar mið-
sól eða kjarna, sem er mjög mismunandi, eftir því hvert
frumefnið er, og veldur hann mestu um eiginleika efn-
isins. Vatnsefniseindin hefir einn óskiftilegan kjarna (pro-
ton), hlaðinn jákvæðu (positiv) rafmagni, en í öllum öðr-
um frumefnum er hann samsettur, en eigi að síður ákaf-
lega fast samtengdur. Utan um kjarnann svífur svo eitt-
hvað, sem er alveg á takmörkum efnis og orku. Þyngd
þess, ef um þyngd er að ræða, er hverfandi lítil á móts
við þyngd efniseindar, af hvaða efni sem vera skal. Þetta
hefir hlotið nafnið rafeind (electron) og virðist vera eins-
konar frumeining neikvæðs (negativ) rafmagns. Rafagnir
þessar svífa kringum miðkjarna efniseindanna, líkt og
reikihnettir kringum sólu, og fara geysihratt.
Aðdráttaraflið heldur sólkerfum himnanna saman, en
kraftur sá er næsta veikur samanborið við rafmagnið —
reginkraftinn, sem stillir þessi minstu kerfi efnisheimsins.
Tilraunir Lenards. Laust eftir síðustu aldamót
fékst þýzkur maður, sem Lenard hét, við rannsókn á
svonefndum bakskautsgeislum (cathode rays). Geislar
þessir, sem líka nefnast betageislar, eru útstreymi raf-
einda, og fara þær geysihratt. Sterkustu betageislar koma
frá radíum og öðrum geislamögnuðum efnum. Hraði
þeirra nálgast sjálfan hraða ljóssins, 300000 km. á sek.
Það kom í ljós, að geislar þessir gengu því lengra
inn í ýms efni, sem hraði þeirra var meiri. Hugleiðingar