Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 28
234
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
— Var það húsbóndi þinn, sem kom hlaupandi út
írá þér?
— ]á, svaraði Hallgrímur dræmt.
Þá gat Brynjólfur ekki lengur setið á siðameistaranum:
— Þú munt ekki eiga of góða æfina hér, sagði hann,
en svo sárlega átt þú ekki að formæla þínum sann-
kristnum ...
— Sannkristnum! greip Hallgrímur fram í æpandi,
líkt og sfunginn hefði verið með hnífi. Sannkristnum! . ..
Komdu hérna að steðjanum eitt augnablik.
Hann gekk aftur inn í smiðjuna, tók upp hamarinn,
og beið þar til Brynjólfur staðnæmdist öndvert honum.
Þá tók hann til máls, hægt og með hálf-dularfullum
óhugnaði:
— Eg hef beðið eftir því í þrjár vikur, sagði hann,
að geta verið hér einn með honum einhvern tíma, þegar
hann er duglega sveittur. Hann þolir ekki vel að svitna,
þá stíga vessarnir til höfuðs honum, svo hann sundlar.
Þá leggur hann stundum sveitta krúnuna á kaldan,
beran steðjann, þangað til bráir af honum. Eg hef oft
komið að honum soleiðis. Sjáðu til, ég er að bíða eftir
að hann geri það næst, því þá ætla ég að mola á hon-
um hauskúpuna — sona!
Hallgrímur hjó hamrinum niður í steðjann, og á eftir
þessu tóma, hvella höggi fylgdi tómur, hvellur hlátur.
Brynjólfur stóð hreyfingarlaus; hann gerði ekki svo
mikið sem hvika með augunum. Þeim var aðeins beint
rólega að Hallgrími, skapraunalega rólega. Það var eins
og augnaráðið græfi sig inn í sál hans, og sæi hvað þar
bjó. Að þar bjó ekkert annað en stórt, óspilt skap, sem
varð að svala sér í gífuryrðum, af því að það var ekki
fært um að svala sér í neinu ódæði. Aldrei á æfi sinni
hafði Hallgrímur fundið sig svo afllausan gegn örlögum