Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 106
312
Efnisheimur.
IÐUNN
eindir efnisins. Annar miklu meiri kraftur starfar í þeim.
Kraftur sá er rafmagnið.
Rafmagnið hefir tvö gagnstæð eðli, og nefnist annað
jákvætt, en hitt neikvætt. Augljósustu eiginleika þess,
samdrátt og fráhrindingu, þekkja allir. ]ákvætt rafmagn
virðist ávalt tengt einhverju efni, sem aldrei er minna
en kjarni einnar vatnsefniseindar. Neikvætt rafmagn er
einnig tengt efni, og minsta efniseining þess er rafeindin,
en efnismagn hennar er aðeins 1/1850 hluti af efnis-
magni kjarnans. Þess má þó geta, að sumir líta svo á,
að rafeindin hafi ekkert efnismagn, en þetta er alt á
fremstu grösum þekkingar vorrar.
Efnið hefir tregðu (inertia), meðal annara eiginleika,
og rafmagnið hefir líka einskonar tregðu. Efnið hefir
þyngd, og ljósgeisli virðist einnig hafa nokkra þyngd.
Tregða og þyngd efnis og orku getur verið eitt og
hið sama, en hvorki er það sjálfsagt né sannað, og geta
menn því eigi skorið úr því, hvort efni og orka sé eitt
og sama, eða sitt hvað. Eigi verður betur séð en að öll
orka eigi upptök sín í einhverju efni, og sumar nýjustu
kenningar, svo sem Einsteins-kenning, telja, að orkan
eyði efnismagni orkugjafans og hafi þyngd, og sé því
einskonar útgeislun efnisins. — Eftir þeim kenningum
ætti hún að vera eitt og sama og efnið sjálft.
Jákvæð rafhleðsla kjarnans í vatnsefniseind er jöfn
hinni neikvæðu rafeind, svo að kerfið er í jafnvægi og
eigi rafmagnað út á við.
Virðum nú fyrir oss enn um stund þennan undraheim
— vatnsefniseindina — sem er þó léttust og óbrotnust
af öllum eindum efnisins.
Kjarni hennar er líklega hnöttóttur, og geisli (radius)
hans er aðeins 1/1000 000000 000000 mm. Kringum
hann, í 1/20 000000 mm. fjarlægð, svífur rafeindin, sem
hefir 1/600000 000000 mm. geisla. Hún er einnig hnöttótt
og snýst um möndul sinn, að menn ætla, og þeysist í
kringum miðhnöttinn 6000 000000 000000 umferðir á
sekúndu hverri. Að sumu leyti svipar þessu til sólkerfis
í himingeimnum, en að sumu leyti er það mjög
ólíkt því. — Eftirtektarvert er það, að kjarninn er geysi-