Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 12
218
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
ÍÐUNN
rauðum tiglsteini, og fyrir neðri gluggaröð þess voru
rauðir hlerar, ólokaðir, með svörtum ferhyrning í miðj-
unni. Til hægri handar við þykka, þunga eikarhurðina
var lítil rúða í sjálfum múrnum, og í rúðunni miðri sat
dyrahamarinn. Ðrynjólfur snart hann, og fann að hönd
sín titraði.
Andartaki síðar stóð hann í vinnustofu Resens biskups.
[GLOMPA í HANDRITINU: Kvöldið hjá Resen.J
Nikephoros fylgdi um nóttina Brynjólfi að húsdyrum
hans, portinu á Kanslaragarði.
Ljóssveinn Grikkjans gekk á undan þeim.
4.
Nú var vor í Kaupmannahöfn. Fyrstu skipin lögðu af
stað til íslands. Enginn vissi, hvernig veturinn hefði
verið, en aldrei komu skipin of snemma. Farfuglarnir
flugu á undan þeim, óskirnar á móti þeim: Guð greiði
þeim leið yfir hafið.
Brynjólfur Sveinsson hafði skrifað bréf sín til frænda
og vina um alt land. Flann vissi ekkert víst um framtíð
sína, skrifaði hann, nema þetta eina: I sumar kom hann
ekki heim. Flonum leið vel.
Öll sín bréf hafði hann skrifað, — nema eitt. Bréfið
til Þorláks biskups. Fíonum þótti leitt, ef hann gæti
ekki orðið við hinni einu bón vinar síns: að hafa upp
á þessum unga frænda hans, sem átti að vera hér í
borginni. Undir eins og hann kom til Kaupmannahafnar,
nafði hann haldið spurnum fyrir þessum pilti á öllum
þeim stöðum, sem nokkur tengsl höfðu við Island: á
skrifstofum Kompagnísins, í vörugeymslu þess, í höfn-
inni, á heimili sjálfra kaupmanna, Islandsfaranna, og
jafnvel í kancelíinu. Enginn kannaðist við Hallgrím Pét-