Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 85
IÐUNN
Kirkjan á fjallinu.
291
Gunnars náð þvílíkri tilbrigðaleikni. Það er freistandi að
rita langt mál um þessa tryllandi stílsnild, sem ekki
stendur á sporði göldróttustu síðunum hjá Hamsun:
manneskjurnar, dýrin, veðrið, landslagið, heimspekin, —
alt rennur hér saman í eina hljómkvæða heild, þar
sem hjarðpípan er orðin að hinu leiðandi meistara-
hljóðfæri.
Sjígandi Nætur og draums er falin í vakningu sköp-
unarhæfileikans, sem tekur að gera sín vart hjá piltin-
um ungum samtímis löngun hans til að hefjast yfir um-
hverfi sitt. »Eg lagði saman alla reynslu mína hingað
til, en hún var sú, að sem fátækur bóndasonur ætti ég
mér engrar hjálpar að vænta frá neinni mannlegri veru
í öllum heiminum, ef ég legði inn á aðrar brautir en þá,
sem mér var ákveðin fyrirfram samkvæmt fæðingu og
umhverfi, — ekki frá neinni einustu manneskju á öllum
þessum hringlandi knetti, nema sjálfum mér. Hin nakta
og miskunnarlausa spurn var sú, til hvers ég dygði, á
hvað ég þyrði að hætta og hvað ég gæti lagt á mig.
Þeirri spurn var hægt að svara fljótt og greinilega: ég
dugði til hvers sem var, þorði að hætta jafnvel á hið
ógerlega, gat lagt alt á mig. Þannig ákvað ég að taka
mér fyrir hendur að keppa að því einasta, sem ég kærði
mig um að verða: rithöfundur. ...
Fyrst af öllu varð ég að fara að eins og hinir ungu
menn í Islendingasögunum: halda út í heiminn, sjá önnur
lönd, þjóðir og siðu, safna vizku, reynslu og skilningi.
Hvenær, sem ég las um brottför slíks unglings, þá steig
ég í huganum á hina vaggandi snekkju með honum og
lét í haf móti hvítfyssandi öldum. Svo oft hafði ég látið
í haf í huganum, að síðast hlaut ég að leggja af stað,
þótt ekki væri nema til að fullvissa mig um, að hlut-
irnir litu í raun og veru þannig út, sem ég hafði gert