Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 11
IÐUNN
Hallgrímur Pétursson járnsmiöur.
217
3.
Nokkrum dögum eftir fyrsta fund þeirra fekk Brynj-
ólfur bréf frá einum kennara sínum, doktor Hans Resen
yngra: hvort hann vildi koma til kvöldverðar daginn
eftir, á heimili föður síns, Resens biskups. Hann mundi
hitta þar vin sinn Nikephoros, og feðgarnir óskuðu að
heyra þá ræða um Aristoteles á grísku. Doktor Resen
hafði bent honum á nokkrar »quæstiones intricatiores«
(torskilin atriði), sem skýrendur deildi á um.
Hans Paulsen Resen, Sjálandsbiskup, var einhver
voldugasti maður í öllu konungsríkinu. Þessi józki prest-
sonur hafði jafnvel haslað sjálfum konungi völl. Þegar
Christian 4. hafði gefið út skipun um að afnema exor-
cismann — djöflasæring við skírn — knúði Resen
biskup hann til að kalla skipun sína aftur. Brynjólfur
var gagnkunnugur ritum hans, gat ekki felt sig við of-
stæki hans gegn katólskri trú, en dáðist því meir að
lærdómi hans og rökvísi. Þennan síðasta vetur hafði
hann hlustað á fyrirlestra biskups í háskólanum, en ekki
kynst honum fram yfir það.
Brynjólfi voru vel kunnar þessar quæstiones intri-
catiores, sem dr. Resen veik að. Undir eins og hann
hafði lagt frá sér bréf hans, settist hann við skrifborð
sitt, ritaði upp allar skýringar á stöðunum, varði löng-
um tíma til að komast að sjálfstæðri niðurstöðu, og
Sekk síðan til máltíðar á Hlaustri. Á næstu tíu tímum
samdi hann athugasemdir sínar við skýringarnar, og
háttaði undir morgun.
Klukkan fimm um kvöldið, á sömu mínútu og turn-
fnennirnir á slotinu viðvöruðu í instrúmentin, stóð Brynj-
ólfur á hvítu marmaraþrepinu fyrir framan dyrnar á
biskupsgarðinum í Norðurgötu. Iiúsið var tvílyft, af