Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 34
240
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
— Það er að vera íslendingur í -Kaupenhafn.
Brynjólfur þagði við svarinu. Hann gat ekki mótmaelt
því, þó að nú hefði ræzt úr fyrir honum sjálfum.
— En héðan fer ég líka undir eins og ég kemst yfir
landamærin, sagði Hallgrímur lágt.
— Hvaða landamæri?
— Aftur til Þýzkalands, sagði Hallgrímur milli tanna sér.
Brynjólfi fanst þetta áform svo vonlaust, að honum
rann til rifja:
— Nei, Hallgrímur minn, úr þessu verðurðu að hugsa
um það eitt, að leggja fasta undirstöðu undir líf þitt,
og það geturðu hvergi gert nema heima, þar sem þú
átt frændur og —
Hallgrímur tók fram í með kuldalegum hlátri:
— Heima .... nei, heim sný ég ekki aftur í þessu
ástandi.
Brynjólfur kannaðist við þetta stórlæti frá sjálfum sér.
— Eg skil þig vel, sagði hann, og við sleppum herra
Þorláki. En viltu ekki þiggja þann greiða af mér, að
ég hjálpi þér heim í vor? Ég get vel gert það, og við
getum jafnað það seinna, þegar ég heimsæki þig á ein-
hverri góðri jörð í Skagafirði.
Hallgrími varð ekki einu sinni að þakka Ðrynjólfi
góðvild hans. Hann svaraði bara:
— Eg á ekkert erindi heim. I Hólaskóla vil ég ekki
fara, og í Skálholtsskóla kemst ég ekki.
— Skóla ? endurtók Brynjólfur forviða. Hefurðu enn
þá hug á studiis? Það er of seint, Hallgrímur minn.
— ]á, það er of seint, svaraði Hallgrímur hugdapur.
— Þú munt ekki einu sinni hafa getað haldið þínum
studiis neitt áfram upp á eigin hönd í öllu því basli,
sem þú hefur átt?
— Ekki mikið, var svarið, en mig mundi þó hafa