Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 21
ÍÐUNN
Hallgrímur Pétursson járnsmiöur.
227
Hreinan beriÖ skjöldinn,
háskaieg er öldin,
dauðinn hefur völdin.
5.
Það var síðari hluta septembermánaðar, fyrsta sólskins-
daginn eftir nærri látlausa rigning í fimm daga. Brynj-
ólfur hafði aðeins skotist út til máltíða, en annars ekki
komið undir bert loft alla vikuna. Hann gekk út úr
bænum, langt út fyrir Vesturport, alla leið að Mikkel
Vibes krá, hinumegin vatnanna. Einn og þögull gekk
hann, en inst í hjarta hans talaði gleðin sitt eigið mál,
undarlegt mál, sem ekki felur í sér nema eitt orð, og
því er þetta orð sjálfsagt látlaust endurtekið, oftast
hversdagslegt heiti, í þetta sinn: Roskild, Roskild. ...
Það var ekki nein barnsleg, frumlæg tilhlökkun —
þessi ungi maður hafði fyrir löngu mist hæfileikann til
að hlakka verulega til óorðinna hluta. Ekki af því, að
hann væri kvíðafullur að eðlisfari — hann var þvert á
ttióti —, heldur af því, að hann var óþolinmóður. Það
skorti ekkert á þakklæti hans til manna, forlögum sínum
var hann ekki þakklátur. Hann var stórhuga, en hann
varð að bíða svo lengi eftir að hvert einstakt spor
stigist, alt gekk svo seint í þessum heimi. Nei, í dag
var hann bara glaður af því, að nú var hætt að rigna:
hann var sloppinn út úr einveru, sem hann átti ekki að
hverfa til aftur. Og eftir fáa daga mundi hann fara til
Hróarskeldu.
- •
A leiðinni aftur inn til bæjarins staðnæmdist hann
snögglega, tók ofan hattinn, og þerði ennið á erminni
sinni. Hvílíkt sólarflóð í þessum breiðu götum! Áfram —
hann gekk götu úr götu án nokkurs markmiðs. En alt
1 einu tók hann viðbragð aftur á bak. Úr glugga, rétt