Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 41
IÐUNN
Um listir.
247
Að skila því til mannanna, sem guðirnir höfðu honum á
hendur falið og honum lá á hjarta, og búa því þannig
gerfi, að það gæti orðið eftirsóknarverð vara í augum
þeirra, sem völd höfðu og fé — þeirra, sem höfðu tíma
og getu til þess að veita sér eitthvað, fram yfir brýn-
ustu nauðsynjar — kaupendanna. A þenna hátt verður
listin til, hin drotnandi list. Hin guðdómlega list í skiln-
ingi rómantiska tímabilsins hefur aldrei verið til, af því
að listamennirnir, máltól guðanna, eru gæddir venjuleg-
um líkamsþörfum mannanna og háðir vissum viðskifta-
lögmálum um fullnægju þeirra þarfa. Hún hefur aðeins
brotist fram í verkum örfárra manna, sem settu sig yfir
allar hliðsjónir. Og venjulega hafa þeir deilt hlutskifti
með Bólu-Hjálmari.
Þegar nútímamaður dæmir um list, lætur hann sig
því aldrei henda þá sviksamlegu túlkun staðreynda, sem
var höfuðsynd fyrri tíma, að vara, sem gengur kaupum
og sölum og öðrum aðila er að minsta kosti lífsnauð-
syn að selja, hvað sem líður kaupþörf hins, sé framleidd
án tillits til þess, með hverjum hætti hún verði helzt
seljanleg, með öðrum orðum, án tillits til ákveðinnar
stéttar, — eyðslustéttarinnar. Slíkt nær engri átt.
Hin drotnandi list er stéttarlist af því, að auðmagn
bað, sem þarf til að kaupa list, er í höndum ákveð-
innar stéttar.
Hin drotnandi list er yfirstéttarlist af því, að lista-
mennirnir geta ekki lifað á nektar og ambrosíu að
hætti guðanna.
Frægð listamanns hvílir á tveimur stoðum: Hin fyrri
sölugildi listar hans í augum eyðslustéttarinnar. Hin
síðari alment gildi þess boðskapar, sem hann hefur
að flytja.
Þetta almenna gildi má ekki vera of mikið, ef vel á