Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 116

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 116
322 Úr hugarheimum. IÐUNN vér að temja oss að gera það þannig, að vér sjáum með skáldinu, að „Eins og heilög Guðs ritning er hauður og sær, alt er himnesku gull-Ietri skráð“. Og þegar vér virðum fyrir oss mannlífið, þurfum vér að temja oss að gera það þannig, að vér komum auga á gull letrið, sem skráð er einnig þar, skráð í hjörtu sam- herja vorra; þurfum að finna og skilja góðleik, fegurð og tign mannssálarinnar, jafnvel þó dyljast kunni undir yfirborði, sem alt annað sýnist letrað á. Hver ástúðleg hugsun, hvert vingjarnlegt bros, hvert alúðar orð, hvert hlýtt handtak, veitt öðrum eða þegið af öðrum, — alt eru þetta lyklar að uppsprettum gleðinnar. Og því fleiri leiðir sem vér opnum henni að sálum vorum, því hreinna og bjartara verður þar, því meira þurkast út af öllu hinu, sem spillir lífi voru og veldur skuggum þess. Nú kann einhver að segja: »Stundum verður þó ekki betur séð en að af gleðinni stafi háski, andleg og lík- amleg hrakföll*. Það er missýning. Þegar svo virðist, er ekki að ræða um annmarka á gleðinni sjálfri, heldur takmarkanir mannlegs siðferðisþreks og skapfestu. Tak- markanir, sem vér trúum að eldist af mannkyninu, því eitt, og að sjálfsögðu mesta, gleðiefni jarðlífsins er ein- mitt þetta, að það stefni með oss að hliðum dásamlegra heima fullkomnunarinnar. A þeirri leið getur gleðin ekki verið farartálmi, heldur þvert á móti, lýsandi stjarna, sem fer fyrir og beinir veginn. Til þess að svo sé, þarf það eitt, að oss líði aldrei úr minni, að vér höfum hvervetna hugföst ein af meginsannindum tilverunnar. Þau sannindi hefir skáldið Matthías Jochumsson greypt, af aðdáanlegri snild, í smá-erindi, er hann Ieggur Snorra Sturlusyni í munn. Tildrögin eru þessi: Það er kvöld. Snorri situr við hverinn í Reykholti og horfir á stjörnubjartan hausthimininn speglast í tæru vatninu. Hann er hnugginn, hefir verið að líta yfir langa og viðburðaríka æfi, gera upp reikninga hennar við herra lífs síns. Og honum ofbýður hvernig skilin ætli að fara sér úr hendi. En skyndilega verða straumhvörf í huga gamla mannsins. Ný birta streymir þangað inn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.