Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 8
214
Hallgrímur Pétursson iárnsmiöur.
IÐUNN
Og eins og hann var vanur gekk hann frá háskólanum
til máltíðar sinnar á Klaustri — þar var mötuneyli styrk-
kjörinna stúdenta, staðurinn hélt heiti sínu frá páfatíð —
en að lokinni máltíð vildi hann skygnast inn í Bókhlöð-
una í Vor-frúar-kirkju og glugga að nýjum bókum, sem
kynni að vera komnar.
Meðan hann stóð við í Bókhlöðunni, kom inn lítill
aldraður maður í alspænskum búningi, í þröngum, tútn-
um buxum, sem enduðu á miðju læri, með þröngar,
stinnar, tútnar ermar og »kvarnarsteinskraga« um háls-
inn. Hann veik sér að bóksalanum og bað hann á
slæmri þýzku leyfis til að líta á bækur, sem lágu frammi.
Andartaki síðar ávarpaði hann enn bóksalann, en þegar
sá skildi hann ekki, brá gesturinn fyrir sig latínu, sem
var svo bágborin, að Brynjólfi stökk bros. Þegar bók-
salinn skildi ekki heldur latínuna hans, bar gesturinn
upp erindi sitt á hreinni grísku. Bóksalinn skildi vel
þýzku og latínu, en nú hristi hann höfuðið. Brynjólfur
veik sér þá ástúðlega að hinum ókunna manni, ávarpaði
hann á grísku, og spurði hvort hann gæti verið honum
hjálplegur. Utlendingurinn varð feginn að hitta þarna
mann, sem skildi hann, og tók Brynjólf tali. Hann hét
Nikephoros, sagði hann, var grískur kennimaður, pres-
býtari frá Korintu, og var nú á ferðalagi um Norður-
Evrópu til að kynna sér skólamál, hann var nýkominn
frá Þýzkalandi og héðan ætlaði hann til Hollands. Hann
þekti fáa hér í borginni, en furðaði sig á, hve fáir lærðir
menn gátu talað við hann grísku. Hann hafði ekki vitað
að latínan væri svo einráð hér nyrðra.
Þegar Nikephoros hafði fengið úrlausn erinda sinna
í Bókhlöðunni, urðu þeir Ðrynjólfur samferða um bæinn.
Alt í einu spurði hann Brynjólf, hvar hann hefði lært
svo vel grísku.