Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 35
IÐUNN Hallgrímur Pétursson járnsmiður. 241
sjaldnar skort, ef ég hefði haft þá forsjálni að leggja
skildingana til hliðar, þegar ég hafði eitthvað aflögum,
í stað þess að kaupa fyrir þá bækur.
Þegar Hallgrímur kvaddi, þótti Brynjólfi vonlaust um,
að hann gæti gert nokkuð fyrir þennan unga, bágstadda
landa sinn, sem hann hafði verið beðinn fyrir að lið-
sinna. Honum þótti leitt að verða að rækja erindi Þorláks
biskups svo slælega, að geta ekki á neinn hátt orðið
við hinni einu bón þessa vinar síns — nú, þegar hann
hafði loksins hitt manninn. Hann tók af Hallgrími það
loforð, að hann hitti sig hér aftur að fám dögum liðnum.
Daginn eftir fór Brynjólfur að hitta dr. Hans Resen
yngra. Hann talaði máli Hallgríms af kappi, og hélt
fram gáfum hans — öllu frekar en hann þóttist eigin-
lega geta með góðri samvizku. Það fékk einkum á
prófessorinn, að þessi fátæki unglingur var frændi Þor-
láks biskups, og að biskupi var ant um að honum væri
liðsint. Hann lofaði að sjá um, að Hallgrímur fengi inn-
Söngu i Vor-frúar-skóla undir eins þetta haust.
Frá dr. Resen hélt Brynjólfur beina leið niður á
skrifstofur íslenzka Kompagnísins á Slotshólminum og
spurði eftir Hans Nansen. Hann hafði kynst Nansen,
eins og margir íslendingar, á einni af hans mörgu, árlegu
kaupferðum til Islands. Þessi ungi, framtakssami Suður-
ióti hafði um mörg ár staðið fyrir sölu íslenzkra afurða
■ Gliickstad, og mátti sín þegar töluvert hjá félags-
stjórninni. Brynjólfur kom til að spyrja hann, hvort hann
9æti hugsað sér að vera fátækum 18 ára íslenzkum
Pilti innan handar, sem ætlaði að setjast í Vor-frúar-skóla.
Hann vissi, að það voru margir, sem fegnir vildu greiða
iyrir fátækum skólapiltum, og hann vissi, að félagið
þurfti oft að halda á aðstoð íslenzku-fróðra manna við
bréfaskriftir og annað.
löunn XIV.
16