Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 27
IÐUNN
Hallgrímur Pétursson járnsmiöur.
233
stóð búinn til að verja öskustóna — það átti sér nú
ekki veglegri bústað, þetta, sem hann hafði haldið lengst
í: mannorð hans. Alt í einu rofaði fyrir skýring. Hann
sagði með snert af illkvitnislegum hróðri:
— Tobba föðursystir mín kvað vera gift einum bróður
þínum.
— ]á, svaraði Brynjólfur, séra Jóni Sveinssyni í Holti,
henni líður vel.
— Þú átt máske að bera mér kveðju frá henni?
— Nei, hún vissi ekki að ég sigldi.
— Nei, svaraði Hallgrímur afsakandi, við þekkjumst
ekki heldur neitt. Ég var barn, þegar hún fór að norðan.
En nú þótti Brynjólfi kominn tími til að heyra af
högum hans. — Hallgrímur var tregur til frásagnar.
— Mér líður vel, sagði hann. Þegar þú kemur heim,
geturðu sagt, að mér líði vel.
— Þú vinnur hér í smiðju?
— Já, ég vinn hér í smiðju.
Þó að svarið væri ekki annað en staðhæfing við
spurning Brynjólfs, var eins og þessi orð hefði alt aðra
merking. Það var eins og hann heyrði á bak við þau:
sOg þú blygðast þín ekki fyrir að standa hér með spora
á stígvélunum þínum og hvítan, stinnan kraga um háls-
inn frammi fyrir mér, sem vinn í smiðju, þú sem ert
manneskja eins og ég<.
— Hver var maðurinn, sem þú stóðst hér og for-
mæltir, þegar ég kom?
— Maður ... Það var enginn maður . . . Það var
iárnteinninn, sem vildi ekki hitna, laug Hallgrímur.
— Það var járnteinninn, svaraði Brynjólfur, með »mer-
artagl* og »sköllóttan haus«, í blárri úlpu, með svart
alskegg . . .
Hallgrímur leit upp — það var ekki til neins að þræta.