Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 6
212
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
til að inna aðdáun sína á lærdómi hans — án þess að
nota nokkurt færi til að sýna honum persónulega vináttu.
Alt í einu hýrnaði yfir honum. Þarna kom maður á
móti honum, sem hann þekti: Verner Kloumand. Það
var ungur maður, eitthvað um 24 ára gamall, af kaup-
mannastétt, og hafði verið sendur af foreldrum sínum
til íslands til að flýja drepsóttina miklu 1625. Brynjólfur
hafði líka flúið heim það sumar, og þeir Kloumand
orðið samskipa.
Kloumand heilsaði honum vingjarnlega og sagði hon-
um ný tíðindi. Hinn nýkjörni Skálholtsbiskup hafði verið
á konungsfundi og borið upp mótmæli Alþingis gegn
taxtanum. Og nú hafði konungur fyrir einum eða tveim
dögum gefið út skipun, þar sem hinn nýi taxti var af-
numinn og hinn gamli látinn haldast. Kompagníið stóð
agndofa, og það var sagt, að afskifti höfuðsmanns af
málinu mundi kosta hann embættið. Kioumand kvaddi
og óskaði honum hjartanlega gleðilegrar jólahátíðar. Og
Brynjólfur stóð einn eftir á götuhryggnum.
Þessi gleðifregn hafði komið eins og elding, sem á
einni svipstundu hafði slegið niður í einveru hans, ljóm-
að hana upp, horfið, og gerbreytt þessari tilfinning í
aðra nýja: hamslausa, aflvana óró — óró, sem löngum
sækir að framgjörnum mönnum, er sjálfir standa utan
stórra viðburða, sem gerast í kringum þá — tómláta
þrá, sem var því öflugri, að hún stefndi ekki enn að
neinu ákveðnu marki. En þetta mark varð hann að
finna, finna það fljótt, og stefna að því örugt. Hann var
fús til að taka að sér í byrjun minstu háttar kennara-
störf — bara ekki heima. Og að þessum vetri loknum
vissi hann, að þótt leitað væri við alla latínuskóla í rík-
inu, mundi að minsta kosti enginn heyrari standa betur
að vígi um undirbúning að starfi sínu. Hann vænti sér