Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 99
IÐUNN
Svo mælti austrænn vinur.
305
maður, sem þaulkynt befði sér kristna trú, mundi ekki
sjá þess neinn verulegan vott þar fremur en annars-
staðar á Vesturlöndum, að landslýður væri kristinnar
trúar. Eg þykist einnig vita, að þér hafið ekki átt annars
kost en kristni, þegar salir ása tæmdust og goðheimur
feðra yðar hneig í rústir. Svo var um yður Vesturlanda-
búa alla. Vera má, að kristnin hafi verið yður um
nokkurt skeið nokkur hjálp til þess að klífa upp úr
ribbaldaskap fortíðar yðar. En hún er suðræn ilmjurt,
sem gróðursett hefur verið í ófrjóum jarðvegi norður-
hvelsins. Eg get aldrei hugsað mér hvalætur og ógeðs-
legra, slepjaðra fiska segja þessi orð: »Sjáið liljurnar á
akrinum* og önnur fagurmæli ritningar yðar, sem eru
suðrænnar ættar og anda. Eg efast um að kristni hafi
nokkru sinni verið lífstréð, sem þér suguð andlega nær-
ingu yðar frá. Rætur yðar standa of langt til norðurs.
Þess vegna er ribbaldaskapur nýmenningar yðar engu
betri en hinnar fornu menningar.
Trúarbrögð eru staðbundin. Þér hafið seilst um hurð
til loku eftir trú. I stað krossins hefðuð þér átt að taka
mistiltein og vígja og gera Baldur hinn góða að tákni
þeirrar manngöfgi, sem vaxin var upp úr norrænum
jarðvegi. En yður er nokkur vorkunn. Æsir voru aum-
ingjar. Norræn trú var svikin í trygðum, þegar þeir
heyktust á að láta gráta Baldur úr helju, fyrir þrályndi
einnar kerlingar.
Trúarbrögð eru staðbundin. Viljið þér skila því til
þeirra, sem standa kynnu fyrir trúarboðun meðal fram-
andi þjóða í yðar landi. Það er aðeins víst belti á jörð-
Unni, þar sem Islam er borin til þess að vera ljós á
vegum mannanna. En þar er hún eina ljósið, og alt
annað er myrkur. Hún er trúin þar, sem næturhúmið
hnígur döggmilt og dýrðlegt yfir gullgular auðnir; þar
Iöunn XIV. 20