Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 89
IÐUNN
Conan Doyle
og lífið eftir dauðann.
Sir Arthur Conan Coyle hafði mjög til að bera ýmsa
þá kosti, sem taldir eru prýða brezkan fyrirmann. En
þar að auki var hann eitt af víðfrægustu sagnaskáldum.
Sögufræðingur var hann einnig (historian), því að hann
ritaði sögu Búastríðsins og síðan styrjaldarinnar miklu,
svo að mikið þótti til koma. En frægastur varð þó
Conan Doyle sem spíritisti og fyrir hið risavaxna starf
sitt í þágu þeirrar stefnu. Ferðaðist hann víða um Ev-
rópu, Ameríku, Ástralíu og Afríku, og flutti erindi fyrir
hundruðum þúsunda. Er mér, af ritum hans, einkum
kunnugt það, sem hann skrifaði um þessar ferðir sínar.
Hefi ég lesið þær bækur allar og þótt fróðlegar mjög:
The Wandering of a Spiritualist, um ferðir hans í Ástralíu
og Nýja Sjálandi; Our American Adventure og Our
second American Adventure, um ferðir hans í Ameríku;
og loks, Our African Winter, um ferð hans í Afríku;
hefi ég ekki aðra bók lesið, er mér hafi fróðlegri þótt
um þessa einkennilegu og stórbrotnu heimsálfu.
Menn, sem líta á spíritismann frá sjónarmiði einfeldn-
innar og vanþekkingarinnar, hafa stundum reynt að
skrifa um Conan Doyle eins og hann hafi verið maður
trúgjarn og grunnhygginn. .En slíkt nær vitanlega engri
átt; hann var vitur maður og víðmentaður, hafði tekið
próf í læknisfræði við háskólann í Edinborg, en stundað
síðan framhaldsnám í Vínarborg.
Enn er ótalinn sá kostur þessa mikla manns, sem