Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 54
260 Sænsk ljóð. IDUNN Hann fær mátt bæði að ofan og neðan; sameinar það, er áður var sundurgreint; hefir í sér fólgið það læknislyf, er gerir heilt það, sem brotið var. Hann vígir syndir til hreinsunar, unz allur syrjuvottur hverfur; kastar ljósi fegurðarinnar yfir alheim, svo ilt verður að góðu. Uppi í skínandi höllum himinsins; niðri í skuggaleg- um dölum dauðans; í helvíti, þar sem emjan er og gnístran tanna — alstaðar er leitað að Gral. Mundi hann finnast hið efra í ríki hreinleikans — sem helgunarþrá mannsins stefnir að — eða niðri í kvalastöðum leitandi, örvona sálna? Það veit enginn. En í gamalli spá er sagt, að hann finnist og verði aftur að kaleik, þegar ráðist er á himin og helvíti af hugprúðum manni á jörðinni. Sá, er niður fer í dánarheima og vekur hina sofandi með ljóssins boði; sá, er niður stígur til helvítis og slökkur hatur hinna dæmdu til guðs; sá, er elskar bæði guð og andskota hans og er báðum kær; sá, er ratað fær vetrarbraut með allan helvítisher að baki; sá, er slitið fær óbeit himinbúa á hinum dæmdu með velvildar- athöfn af þeirra (hinna dæmdu) hálfu — hann er sá, er koma skal, finna hina týndu smaragðskál og hið dýra vín. Sá, er byrginn býður í kærleika; hinn sterki; sá, er meta kann guð og menn og syndafall; sá, er alla faðmar — hann er sá rétti; hetjan, sem á að koma. Til þess að sigrast á þrautum þjáninga minna; til þess að vera mér svalalind; til þess að gera mér gott — kom sagan um Gral á vængjum söngs í sálu mína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.