Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 54
260
Sænsk ljóð.
IDUNN
Hann fær mátt bæði að ofan og neðan; sameinar
það, er áður var sundurgreint; hefir í sér fólgið það
læknislyf, er gerir heilt það, sem brotið var.
Hann vígir syndir til hreinsunar, unz allur syrjuvottur
hverfur; kastar ljósi fegurðarinnar yfir alheim, svo ilt
verður að góðu.
Uppi í skínandi höllum himinsins; niðri í skuggaleg-
um dölum dauðans; í helvíti, þar sem emjan er og
gnístran tanna — alstaðar er leitað að Gral.
Mundi hann finnast hið efra í ríki hreinleikans —
sem helgunarþrá mannsins stefnir að — eða niðri í
kvalastöðum leitandi, örvona sálna?
Það veit enginn. En í gamalli spá er sagt, að hann
finnist og verði aftur að kaleik, þegar ráðist er á himin
og helvíti af hugprúðum manni á jörðinni.
Sá, er niður fer í dánarheima og vekur hina sofandi
með ljóssins boði; sá, er niður stígur til helvítis og
slökkur hatur hinna dæmdu til guðs; sá, er elskar bæði
guð og andskota hans og er báðum kær; sá, er ratað
fær vetrarbraut með allan helvítisher að baki; sá, er
slitið fær óbeit himinbúa á hinum dæmdu með velvildar-
athöfn af þeirra (hinna dæmdu) hálfu — hann er sá,
er koma skal, finna hina týndu smaragðskál og hið
dýra vín.
Sá, er byrginn býður í kærleika; hinn sterki; sá, er
meta kann guð og menn og syndafall; sá, er alla faðmar
— hann er sá rétti; hetjan, sem á að koma.
Til þess að sigrast á þrautum þjáninga minna; til þess
að vera mér svalalind; til þess að gera mér gott — kom
sagan um Gral á vængjum söngs í sálu mína.