Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 63
IÐUNN
Frá Hallvarði Hersi.
269
Jæja, eins og þér sýnist.
Þegar Edith var farin, lét hann dæluna ganga um
kosti hennar, ást hennar á drengnum, og hve óeigin-
gjörn hún væri við karlmenn.
Eg reyndi að sveigja samtalið að öðru efni, sem mér
lék meira hugur á, og Hallvarður fór nú að segja mér
frá rósunum, sem hann hefði sent forlagi sínu einu sinni,
þegar það hafði neitað honum um 100 krónur fyrir fram.
Þá hafði hann farið beint úr forlaginu inn í blóma-
verzlun og hafði sent því rósir fyrir 100 krónur, rauðar
rósir. Þá féll þeim allur ketill í eld, og það var ekki
nóg með, að Hallvarður fengi 100 krónur, en hann
fekk 200 krónur, því að nú varð lika að borga rósirnar.
Hallvarður mundi fleira, hann mundi eftir dansmey, suður
í Búda-Pest, sem eg hefði bara átt að sjá. Hallvarður
hafði verið peningalaus það kvöld, en öllu, sem hann
gat við sig losað, hafði hann fleygt upp á danspallinn
og fórnað henni, fórnað gyðjunni; gullúrinu sínu, tómu
veskinu, stafnum með silfurhnúðnum og loðhúfunni sinni.
Síðan hafði hann gengið berhöfðaður í blindbyl heim-
leiðis til veitingahússins, þar sem hann bjó. En þeir
höfðu ekki viljað hleypa honum inn framar, en bara
hirt ferðatöskuna hans. Þá hafði hann fundið farseðil
til Kaupmannahafnar í vasa sínum. Á honum hafði hann
ferðast heimleiðis sömu nótt, í loðkápu, berhausaður,
glorhungraður og bálskotinn.
Og var það svo búið?
Já, svo var það nú búið, og þó hafði nafnspjaldið
hans verið í veskinu með nafninu á veitingahúsinu í
Búda-Pest, nafninu á forlaginu hér, en aldrei hafði hún
látið neitt til sín heyra.
Mér þætti gaman að vita, hvort hún er með loðhúf-
una mína á kollinum, það veit trúa mín! — — —