Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 55
IDUNN
Sænsk Ijóð.
261
Gyðingurinn gangandi,
Ég hefi séð hinn gamla göngumann, sem skáldin hafa
kveðið um. En hann var ekki líkúr hinum beizkyrta
lastmælgismanni; ekki þeim, er þrjózkast við guð; ekki
þeim, er syrgir.
Þetta var seint um kvöld. Skógurinn ómaði af sumar-
söng og öldur féllu niðandi að víðikjarri. Ég lá í grasi
og lét mig dreyma um æðaslátt lífsins.
Gamlar, hálfgleymdar sögur Iiðu um huga minn, þar
sem ég lá og starði eftir förnum vegi — hálfsvæfður af
vindi og vogi. En svo sá ég nokkuð furðulegt.
Ég sá hann koma fram við næstu hæð, hinn stór-
skorna göngumann — eins og múrvegg, voldugan, fyrir-
ferðarmikinn. Hann leit út eins og sá, er stendur í
eilífu stríði við regn og snjó — og tíminn lá eins og
byrði á baki hans.
Hinar miklu herðar hans tóku yfir veginn frá tré að
tré. Og hvelfing ennis hans var dökk eins og syndin —
eins og skuggi syndafallsins, sem hvílir á jörðinni.
Og í augnaráðinu bjó sú kvöl, er syndin hefir lagt á
mennina — þetta afl, sem kært virðist vera að eyði-
leggja það, er það sjálft hefir framleitt við sól og ham-
ingju — hinn mikli máttur fæðingar og dauða.
En um munninn, sem var hálffólginn í silfurgráu
skeggi, mótaði fyrir kímni, og í kvöl augans lék bros,
líkt aftureldingu dags — fult af von og ástúðarhlýju.
Ég horfði með undrun á öldunginn, er færðist nær
og nær. Og ég gat ekki stilt mig um að segja: »Hvað
er það, sem gleður þig — göngumanninn á stigum
hinna dæmdu?«
En hann brosti og sagði: »Ég hefi liðið — en kvöl
mín er ekki jafn þung og áður var. Því lengur, sem