Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 84
290
Kirkjan á fjallinu.
IÐUNN
þrungnasti þáttur og mestur áhrifavaldur í sálarlífi höf-
undarins og gengur alstaðar aftur í bókum hans, ýmist
beinlínis eða undir misjöfnum táknum, t. d. hið álfalega
viðlag Strandarinnar (Tunglið, tunglið týa, berðu mig
upp til skýja, þar situr hún móðir mín ...) og afdrif
frú Helgu í sömu bók, að ógleymdum móðurmissinum,
sem er einn þýðingarmesti viðburður í hinu þokukenda
riti, Drengnum. Gegnum allar þrjár fyrstu bækur Kirkj-
unnar gengur tilfinningasambandið við móður hans eins
og rauður þráður. Athyglisverður er fyrir sálkönnuð
leikur sá, sem hann gerir í Kirkjunni með nafn móður
sinnar og konu: Selja — Celia. Eitt fyrsta ritverk Gunn-
ars er Móðurminning (á íslenzku). Manni finst einatt,
að frumuppspretta alls lífstregans í höfundarskapferli
Gunnars sé þessi móðurmissir og að það, sem hann
elski í öðrum persónum, sé líking móður hans og end-
urminning. I lok Skipa á himnum, eftir að móðir hans
er dáin, er tilveran alt í einu orðin auð og snauð, nátt-
úran hætt að taka undir ímyndanir hans: »Eg er að
tala við hin fábrotnu blóm síðsumarsins«, segir hann,
»en annaðhvort heyra þau mig ekki, eða eru mér reið,
— þau horfa bara á mig þegjandi. Fuglarnir hafa ekk-
ert lengur að trúa mér fyrir. Meira að segja: þeir flýja
mig hröðum vængjatökum. Eg ætla þó ekki að gera
þeim neitt ilt. .. . Og skip mín? ... Það eru engin skip«.
Nótt og draumur er framhald á æfi Ugga Greipssonar
í hinu nýja héraði eftir dauða móður hans. Eins og
hinar fyrri, er þessi einnig lýsing á fyrirbrigðum íslenzks
sveitalífs innan umgerðar, sem takmarkast af gagnverk-
unum barnslegs ímyndunarafls. Sérstaklega töfrandi eru
gangnalýsingarnar, og má þar finna í senn einhver feg-
urstu og raunsæustu hjarðljóð, sem orkt hafa verið í
óbundnu máli af íslendingi, og sjaldan hefur penni