Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 37
IÐUNN
Hallgrímur Pélursson járnsmiður.
243
— Á Klaustri, endurtók Hallgrímur, glápandi af
undrun.
— ]á, ég hef borðað á Klaustri þetta síðasta ár,
svaraði Brynjólfur. Það er nýlega búið að færa það út,
svo að nú borða þar daglega fram undir hálft annað
hundrað stúdenta. En við fáum nóg að borða, og meg-
um taka pilta úr meistaralexíu með til að borða leifarnar.
Þeir fá þar unnvörpum sína aðalmáltíð. En þá verður
þú að iðka vel latínuna, því öll önnur mál eru þar
bannfærð, nema gríska, en hana tölum við nú ekki
margir.
Þessar horfur, að geta stigið að þrem árum liðnum
inn fyrir dyrnar á Klaustri, talað tóma latínu og fengið
að borða leifar stúdentanna — það var lífið, sem blasti
við Hallgrími, lífið í rósrauðri dýrð.
Harz, sumariö 1929.
Aths. — Ofanrilaöir söguþættir, sem birzt hafa í tveim síðustu
heftum „Iðunnar", eru fyrsta úrvinsla úr drögum mínum aö
sögunni Skálholt, sem nú er að byrja að koma út, ritaðir
áður en bókin var lögð í smíö, og áður höf. fann sig leystan
af böndum hinnar sagnfræðislegu rannsóknar. Kaflarnir eru
sjálfstæðir og eru ekki teknir upp í söguna, því að hún hefst
alt að 30 árum síðar. En það freistaði mín að draga upp
mynd af Alþingi 1631 og af fundum hinna tveggja merku og
ólíku íslendinga í Kaupmannahöfn, þegar bærinn var á stærð
við Reykjavík. — G. K.