Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 32
238
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
aði honum, og mitt um sumarið dó hann, síra Þorlákur
var kosinn biskup, og ég átti ekki lengur neitt athvarf
á íslandi. Svona endaði skólavist mín á Hólum, eftir
tvo vetur.
— Það hefði verið betra að kjósa höggin þá, en að
fá þau seinna, áleit Brvnjólfur.
— Það er undir því komið, hvort maður metur meira:
líkamann eða sálina, svaraði Hallgrímur.
— Það skii ég ekki, sagði Brynjólfur hálf-hikandi.
Svarið kom viðstöðulaust:
— Þau högg, sem maður fær, hitta aðeins líkamann,
Þau högg, sem maður kýs sér, svíða og brenna sálina
með vansæmd.
— Þetta er að öllu leyti ókristileg hugsun, svaraði
Brynjólfur.
— Ekki fyrir pilt á þrettán ára reki — þá er þessi
hugsun nógu náttúrleg, að minsta kosti á Norðurlandi.
Brynjólfur brosti. Norðlendingar þóttu drjúgir. Það
var að minsta kosti auðséð, að stórlæti þessa unglings
var óbrotið enn.
— Hvernig var vísan um síra Arngrím? spurði Bryn-
jólfur.
— Hún var ekki falleg, sagði Hallgrímur.
Hann lét fyrst sem hann væri ekki viss um, að hann
myndi hana. En loks lét hann undan og fór með hana:
Eins og forinn feitur
fénu mögru hjá
stendur strembileitur
stórri þúfu á,
þegir og þyhist frjáls
(þetta kennir prjáls),
reigir hann sig og réttir upp
rófuna til hálfs,
sprettir úr sporum með státe
og sparðar af gravítáte.
— Ég mundi hafa gert það sama í sporum síra Arn-
gríms, sagði Brynjólfur með þungri alvöru og stóð upPi
ég mundi hafa heimtað að þér væri vísað frá skólanum.