Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 42
248
Um lisfir.
IÐUNN
að fara. Því meira sem það er, því minna sölugildi, en
þó verður að finnast einhver snefill af því. Undir nú-
verandi skipulagi þykir hentugast, að hlutfallið sé þannig:
Alment gildi boðskaparins verður að vera svo mikið, að
alment samkvæði fáist um það, að hér sé listamaður á
ferðinni, en meðferð efnis, listrænt markmið og val við-
fangsefnanna verður að svara til þess, er hagsmunir,
smekkur og lífsstefna eyðslustéttarinnar krefja. Annars
er dauðinn vís, sulturinn, vonbrigðin, ofsóknirnar,
gleymskan.
Þetta er raunasaga allrar listar í stéttaþjóðfélagi.
II.
Af því, sem nú hefur sagt verið, mætti það verða
ljóst, að það eru ærnar takmarkanir á því, hvað alþýða
manna græðir á að kynna sér drotnandi list. Þeim fáu
stundum, sem hún má vera að því að rétta bakið upp
úr erfiði sínu, og þeim fáu aurum, sem hún má verja
til þess að gleðja anda sinn, verður hún að verja vitur-
lega. Nútímamaður í alþýðustétt veit, að í því efni má
hann aldrei sigla í kjölfar eyðslustéttarinnar, hvorki í
vali sínu á viðfangsefni né dægrastyttingu. Og markmið
hans með því er gerólíkt. En fyrst og fremst er honum
skylt að vita sannleikann um drotnandi list, og af hverju
svo er um hana, sem er.
Þegar nútímamaður kemur inn á listasýningar eins
og þær, sem haldnar voru í Kirkjustræti og vestur í
Iþróttahúsi, er það engan veginn erindi hans að komast
að raun um, hve trúlega eða glæsilega einhverjum lista-
manni hafi tekist að mála eitthvert fjall eða andlit,
hvaða stefnu (»isma«) þessi eða hinn listamaður fylgi
o. s. frv. Alt þetta er honum óviðkomandi. Hann kemur
til þess að neyta aðstoðar listarinnar til þess að ráða