Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 44
250
Um listir.
IÐUNN
snillibragð, sem vera kann á einstökum hlutum, heldur
til þess kanna afstöðu listamannsins til þeirra vanda-
mála, sem liggja nú með ægiþunga á hugum miljóna
manna og kvenna um allan heim. Hann spyr á þessa
leið: Hvað kantu að segja oss, sem berum á herðum
vorum hörmungar og ranglæti allrar jarðar, þess, að þá
verði greiðara til úrlausna? Fyrir hvaða boðskap plægir
þú hugi mannanna? Hver lífsstefna birtist í verkum þín-
um, býr að baki þeim og ljær þeim afl og áhrifavald?
Við hvern einasta listamann segir alþýða þjóðar hans:
»Ertu sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars*.
Þefta er spurningin, sem lögð var fyrir meistarann
Krist, og lögð verður fyrir hvern meistara allra alda.
Og allajafna verður þetfa svarið: »Farið og kunngerið,
hvað þér heyrið og sjáið*. Og ef hún sér enga viðleitni
fit úrlausnar lífsspursmálum sínum í verkum meistarans,
ef hún finnur, að samúð hans og aðdáun hnígur til liðs
við óvini hennar, og ef hún finnur að hin listræna á-
stríða, sjálf lífsuppsprettan í list hans, er fjandsamlegs
eðlis þeirri, sem bærist í brjóstum hennar sjálfrar og
miðar til fullkomnunar lífsins — þá væntir hún annars.
— Hún dregur ekki í efa kunnáttu listamannsins eða
hæfileika, en hún vísar list hans frá sér, sem óviðkom-
andi hlut. Hún er framleidd handa annari stétt. Fá-
tækur verkamaður, sem gengur fyrir gluggann á gull-
smíðabúð í Austurstræti, finnur enga hvöt hjá sér til
þess að efa, að steinarnir í hringunum séu ósviknir gim-
steinar, né gerð skrautgripanna eins og tízkan mælir
fyrir. En það kemur honum ekkert við. Smiðurinn, sem
fægði steininn og smíðaði hringinn, var ekki að leitast
við að fullnægja þörfum hans, heldur kröfum annarar
stéttar.