Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 44
250 Um listir. IÐUNN snillibragð, sem vera kann á einstökum hlutum, heldur til þess kanna afstöðu listamannsins til þeirra vanda- mála, sem liggja nú með ægiþunga á hugum miljóna manna og kvenna um allan heim. Hann spyr á þessa leið: Hvað kantu að segja oss, sem berum á herðum vorum hörmungar og ranglæti allrar jarðar, þess, að þá verði greiðara til úrlausna? Fyrir hvaða boðskap plægir þú hugi mannanna? Hver lífsstefna birtist í verkum þín- um, býr að baki þeim og ljær þeim afl og áhrifavald? Við hvern einasta listamann segir alþýða þjóðar hans: »Ertu sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars*. Þefta er spurningin, sem lögð var fyrir meistarann Krist, og lögð verður fyrir hvern meistara allra alda. Og allajafna verður þetfa svarið: »Farið og kunngerið, hvað þér heyrið og sjáið*. Og ef hún sér enga viðleitni fit úrlausnar lífsspursmálum sínum í verkum meistarans, ef hún finnur, að samúð hans og aðdáun hnígur til liðs við óvini hennar, og ef hún finnur að hin listræna á- stríða, sjálf lífsuppsprettan í list hans, er fjandsamlegs eðlis þeirri, sem bærist í brjóstum hennar sjálfrar og miðar til fullkomnunar lífsins — þá væntir hún annars. — Hún dregur ekki í efa kunnáttu listamannsins eða hæfileika, en hún vísar list hans frá sér, sem óviðkom- andi hlut. Hún er framleidd handa annari stétt. Fá- tækur verkamaður, sem gengur fyrir gluggann á gull- smíðabúð í Austurstræti, finnur enga hvöt hjá sér til þess að efa, að steinarnir í hringunum séu ósviknir gim- steinar, né gerð skrautgripanna eins og tízkan mælir fyrir. En það kemur honum ekkert við. Smiðurinn, sem fægði steininn og smíðaði hringinn, var ekki að leitast við að fullnægja þörfum hans, heldur kröfum annarar stéttar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.