Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 60
266
Frá Hallvarði Hersi.
IÐUNN
sem fær að leika Iausum hala. Eg er að vísu ungur og
óreyndur, en þó er mér full-Ijóst, að Hallvarður Hersir
hefir spennt bogann of hátt, framkvæmir hugmyndir
sínar miskunnarlaust, ýkir þær og afskræmir, að hann
gerir tvennt í senn, leikur hlutverk sitt og stendur bak
við og horfir á sjálfan sig. Enn þá er hann þó að miklu
leyti sjálfum sér samkvæmur.
Hátíðlega og seinlega nefnir Hallvarður Hersir nafn
mitt og tjáir mér síðan eftir áhrifamikla þögn, að hann
hafi sent eftir kvenmanni, fallegri stúlku utan úr Lorry,
að hann elski þessa stúlku — og eg megi eiga hana.
Mér verða þetta hreinustu vonbrigði, og eg hristi höf-
uðið. Eg var farinn að hlakka til, að við Hallvarður
Hersir gætum eytt nóttunni saman, rabbað um heim-
speki og úthellt hjörtum okkar í fyllstu einlægni. Mér
heppnast líka að koma honum á lagið, meðan við sitjum
og bíðum. Lífið er eitt allsherjar hyldýpi. Hann hefir
hrapað ofan í það, eg er hrapaður ofan í það, við liggj-
um öll í því! Það er stórt og yndislegt hyldýpi-------—
Þar finnst ekki sú synd, sem hann hafi ekki hvítfágað
hjarta sitt í.
Hefirðu drepið? spyr eg.
Drepið?
Hallvarður Hersir lítur á mig með nístandi augnaráði,
en svona augnaráð er honum ofviða, í hugarfylgsnum
hans er eitthvað, sem gugnar. Eg sannfærist um það,
og mér verður ekki um sel.
Dýr hefir hann drepið, og dýr eru meira virði en
menn, dýr eru heilög.
— — — En eg yppti bara öxlum, þetta eru ekki
nema vífilengjur, en Hallvarður situr við sinn keip.
Hann kveðst hafa skotið aragrúa af fugli uppi á fjöllum,
notið þess, að volgt blóðið hefir runnið niður um hendur