Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 8
214 Hallgrímur Pétursson iárnsmiöur. IÐUNN Og eins og hann var vanur gekk hann frá háskólanum til máltíðar sinnar á Klaustri — þar var mötuneyli styrk- kjörinna stúdenta, staðurinn hélt heiti sínu frá páfatíð — en að lokinni máltíð vildi hann skygnast inn í Bókhlöð- una í Vor-frúar-kirkju og glugga að nýjum bókum, sem kynni að vera komnar. Meðan hann stóð við í Bókhlöðunni, kom inn lítill aldraður maður í alspænskum búningi, í þröngum, tútn- um buxum, sem enduðu á miðju læri, með þröngar, stinnar, tútnar ermar og »kvarnarsteinskraga« um háls- inn. Hann veik sér að bóksalanum og bað hann á slæmri þýzku leyfis til að líta á bækur, sem lágu frammi. Andartaki síðar ávarpaði hann enn bóksalann, en þegar sá skildi hann ekki, brá gesturinn fyrir sig latínu, sem var svo bágborin, að Brynjólfi stökk bros. Þegar bók- salinn skildi ekki heldur latínuna hans, bar gesturinn upp erindi sitt á hreinni grísku. Bóksalinn skildi vel þýzku og latínu, en nú hristi hann höfuðið. Brynjólfur veik sér þá ástúðlega að hinum ókunna manni, ávarpaði hann á grísku, og spurði hvort hann gæti verið honum hjálplegur. Utlendingurinn varð feginn að hitta þarna mann, sem skildi hann, og tók Brynjólf tali. Hann hét Nikephoros, sagði hann, var grískur kennimaður, pres- býtari frá Korintu, og var nú á ferðalagi um Norður- Evrópu til að kynna sér skólamál, hann var nýkominn frá Þýzkalandi og héðan ætlaði hann til Hollands. Hann þekti fáa hér í borginni, en furðaði sig á, hve fáir lærðir menn gátu talað við hann grísku. Hann hafði ekki vitað að latínan væri svo einráð hér nyrðra. Þegar Nikephoros hafði fengið úrlausn erinda sinna í Bókhlöðunni, urðu þeir Ðrynjólfur samferða um bæinn. Alt í einu spurði hann Brynjólf, hvar hann hefði lært svo vel grísku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.