Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 83
IÐUNN Kirkjan á fjallinu. 289 Ugga flytja í aðra sýslu, og hann kveður Siggu-Siggu í síðasta sinn. Það er í rauninni alveg dæmalaust æðru- laus athöfn, falin í því einu, að hún þakkar honum fyrir miðana og Uggi Greipsson svarar kotroskinn: sjálf- þakkað. Eftir það sáust þau aldrei meir. Sagan um þessa fyrstu ást hefur liðið fram hjá eins og mjúkur vorvindur í grasi, maður varð naumlega var við, að það væri saga. En það, sem stendur á næstu blaðsíðu eftir skilnaðinn, tjáir hina tregaríku dýpt mannlegra örlaga betur en höfundi hefur nokkursstaðar tekist annarsstaðar í þeim bókum, þar sem hann leitaðist við að leggja sem mest í sögulegt ris og heimspekilega breidd. Þó er ekkert sagt, nema að Sigga-Sigga dó tuttugu og fimm árum seinna, og þegar Ugga er skrifuð fréttin um það til útlanda, þarf hann að hugsa sig lengi um til að muna, hvaða manneskja þetta var. Næsta bókin, Skipin á himnum, segir frá búferlaflutn- ingnum og byrjar á þessum orðum: Steinarnir fram með veginum eru eins og kirkjufólk á messudegi. Það er löng leið, yfir bygðir og heiðar. Síðan koma lýsingarnar á nýja bænum eins og hann kom sjö ára gömlum inn- flytjandanum fyrir sjónir í allri dul nýnæmisins, síðan myndir frá dögum fyrsta sumarsins þar. Drengurinn liggur milli þúfna niðri við ána og hefur komist að þeirri niðurstöðu, að alheimurinn sé kúla gerð til helm- inga úr himni og jörð og lifi mannfólkið innan á veggj- um kúlunnar, og þegar menn fara umhverfis heiminn, þá hljóta þeir að sigla skipum sínum yfir himininn. Hann liggur lon og don í grasinu og er að reyna að koma auga á skipin og dreymir um að verða sjálfur skipherra og sigla skipum sínum yfir himininn. Stígandina í þess- ari bók markar móðurmissirinn. Astin til móðurinnar og hinn bráði missir hennar er bersýnilega einn örlög- Iöunn XIV. 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.