Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 27
IÐUNN
List.
121
auga á svo og svo mikið af einhverri frummynd. Það,
sem við nefnum fagurt, er nærri frummynd sinni. Það^
sem við nefnum Ijótt, er langt frá frummynd sinni eða
því, sem því er ætlað að verða. En eðli þess og ásig-
komulag á að geta sagt okkur, hver frummynd þess er.
Það eru forréttindi hins fædda listamanns að vera
skygn á frummyndir hlutanna, — að fara nærri um það,
hvað hverjum hlut er ætlað að verða. Því er það, að
miklir listamenn geta stundum verið spámenn. Ég minni
hér aðeins á Tolstoy. Ég skal reyna að skýra þetta
ofurlítið nánar. Ef ég kem auga á frummynd einhvers
manns t. d., m. ö. o. ef ég veit, hvaða flokki manna
hann tilheyrir, þá á ég, að m. k. oft, að geta sagt fyrir,
hvernig hann hagar sér í ákveðnu umhverfi, svo framar-
lega sem ég veit eitthvað um þessa frummynd hans. Þó
er þess að gæta, að þetta verður því örðugra, því
þroskaðri sem hlutaðeigandi maður er, því með vaxandi
þroska verður maður, í vissum skilningi, óháðari sinni
eigin frummynd.
Það, sem einkennir þá alla sanna list, er þetta: Hún
bregður stækkunargleri yfir það, sem áður var í augum
okkar óverulegt og þokukent. Hún leiðir athygli okkar
frá hinu einstaka til hins almenna, hún opinberar okkur,
með öðrum orðum, einingu í margbreytni. Og síðast en
ekki sízt, — hún opinberar okkur »frummyndir« hlut-
anna eða hið insta eðli þeirra. List er því, eins og Carlyle
sagði, sál hlutanna, leyst úr viðjum, einskonar opinberun
eða túlkun hins innra lífs. Listamaður er fyrst og
fremst túlkur hins innra lífs, og farvegur þess eða miðill.
Enn er eitt ótalið, sem einkennir alla list. Hvar, sem
Hst er á háu stigi, þar er miklum sannleika, mörgum
staðreyndum, þjappað saman á einn stað, og þennan
sama sannleika má heimfæra upp á mörg svið í ríki