Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 35
'iÐUNN
List.
129
samlega um það efni og á hann þakkir skildar fyrir.
Bók hans: »Hugur og heimur* fjallar að miklu leyti
um listir; sömuleiðis bók sú, er hann nefnir: »Frá sjón-
arheimi*. ]inarajadasa hefir ritað allmikið um listir og
mjög viturlega. Hefir hann skerpt mjög skilning minn á
eðli listar yfir höfuð. Er hann hinn eini af hinum guð-
spekilegu rithöfundum, sem ég veit til að hafi ritað
uokkuð um listir.
Nú kann einhver ykkar að hugsa sem svo: Hvað
eiga allar þessar bollaleggingar um list og listir að þýða?
Látum listamennina um slíkt. En ekki geta allir verið
listamenn, og við erum ekki listamenn. Þessi hugsun er
bygð á misskilningi. Indverska skáldið Tagore segir í
bók sinni einni, er hann nefnir »Farfuglar«: »A1 enn eru
harðbrjósta, en maðurinn er góðhjartaður*. Með sama
rétti má segja eitthvað á þessa leið: Menn eru ólistrænir,
en maðurinn er listrænn. List er ekki bundin við neitt
ákveðið gervi. List má iðka á öllum sviðum. Og list má
finna alstaðar. Athugaðu náttúruna. Hvert sem þú lítur,
getur þú fundið listræna fegurð. Grösin og blómin eru
dásamleg listaverk. Blaðið, sem blaktir í vindinum, hreyf-
ist á listrænan hátt. Öldur hafsins hníga og rísa með
reglubundnum hætti, eins og hrynjandi í kvæði. Sólar-
uppkoma, sólarlag, regnboginn, norðurljósin — alt eru
þetta í meira lagi listræn fyrirbrigði. — En mannlífið
er einnig fult af fegurð og list. Gleði þess og hamingja
hefir sína fegurð. í sorgum þess og þjáningum opinber-
ast einnig oft mikil fegurð. Því sorg og gleði eru ekki
annað en tvær aðferðir, sem lífið notar til þess að knýja
fram hina eilífu fegurð, sem í sálinni býr. Við skulum
því að Iokum leggja okkur þetta á hjarta: Listirnar eru
margar, en listin er ein.
lðunh XIII.
Grétar Fells.
9