Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 39
IÐUNN jarðabælur. 133 gys að nýbreytninni og hreytti úr sér tiltölulega mein- hægum kringilyrðum. En þegar flagið var orðið að skrúðgrænni, sléttri flöt, þá espaðist hann ógurlega. Hann talaði færra úr því. En hann fekk oftsinnis áköf eiruleysisköst, og stundum æddi hann aftur og fram um hlaðið hjá sér, eins og villidýr í búri, og starði bólgnum augum yfir að Lindahlíð. Og — árið eftir fór Björn bóndi þeim hamförum, að undrum sætti. Hann kastaði sjer yfir alt niðurtúnið eins og það lagði sig, nreð ærnum mannafla og feiki-kostn- aði, og hleypti því í svartaflag. En nú brá svo við, að síga tók í Sæmund í Linda- hlíð. Honum duldist ekki, að hamfarirnar þar á Smyril- felli væru gerðar, meðfram, honum til háðungar og móðgunar. Því að flötin hans frá fyrra ári var svo sem ekkert að telja, móts við breiðuna miklu hinum rnegin árinnar. Sæmundur hélt að vísu áfram þúfnasléttuninni þetta vorið líka, en hann var sér þess fyllilega meðvit- andi, að það væri ekkert annað en kák í samanburði við atganginn hinum megin. En aðalsvar Sæmundar við berserksganginum á Smyril- felli, það kom ekki þetta árið, en það kom vorið eftir, og það var með þeim hætti, að hann tók drjúga kvísl úr Dumbsá og veitti henni yfir gjörvallar svonefndar Þyseyrar, sem var landspilda mikil og slétt upp með ánni, ofan vert við túnið í Lindahlíð. Þegar Björn á Smyrilfelli sá þær tiltektir, var sem alt magn dragi úr honum í svipinn. Hann fann, að lífið flæddi yfir hann með þvílík óhemju viðfangsefni, að hann mundi naumlega geta rönd við reist. Hann fann, að hann hafði látið lokkast út í kapphlaup, sem gilti líf eða dauða, úr því sem komið var. Því að kapphlaupinu yrði óhjá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.