Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 39
IÐUNN
jarðabælur.
133
gys að nýbreytninni og hreytti úr sér tiltölulega mein-
hægum kringilyrðum. En þegar flagið var orðið að
skrúðgrænni, sléttri flöt, þá espaðist hann ógurlega.
Hann talaði færra úr því. En hann fekk oftsinnis áköf
eiruleysisköst, og stundum æddi hann aftur og fram um
hlaðið hjá sér, eins og villidýr í búri, og starði bólgnum
augum yfir að Lindahlíð.
Og — árið eftir fór Björn bóndi þeim hamförum, að
undrum sætti. Hann kastaði sjer yfir alt niðurtúnið eins
og það lagði sig, nreð ærnum mannafla og feiki-kostn-
aði, og hleypti því í svartaflag.
En nú brá svo við, að síga tók í Sæmund í Linda-
hlíð. Honum duldist ekki, að hamfarirnar þar á Smyril-
felli væru gerðar, meðfram, honum til háðungar og
móðgunar. Því að flötin hans frá fyrra ári var svo sem
ekkert að telja, móts við breiðuna miklu hinum rnegin
árinnar. Sæmundur hélt að vísu áfram þúfnasléttuninni
þetta vorið líka, en hann var sér þess fyllilega meðvit-
andi, að það væri ekkert annað en kák í samanburði
við atganginn hinum megin.
En aðalsvar Sæmundar við berserksganginum á Smyril-
felli, það kom ekki þetta árið, en það kom vorið eftir,
og það var með þeim hætti, að hann tók drjúga kvísl
úr Dumbsá og veitti henni yfir gjörvallar svonefndar
Þyseyrar, sem var landspilda mikil og slétt upp með
ánni, ofan vert við túnið í Lindahlíð.
Þegar Björn á Smyrilfelli sá þær tiltektir, var sem
alt magn dragi úr honum í svipinn. Hann fann, að lífið
flæddi yfir hann með þvílík óhemju viðfangsefni, að hann
mundi naumlega geta rönd við reist. Hann fann, að hann
hafði látið lokkast út í kapphlaup, sem gilti líf eða dauða,
úr því sem komið var. Því að kapphlaupinu yrði óhjá-