Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 47
JÐUNN
jaröabælur.
141
eiginlega haft stórmikið gagn af framhvötinni handan
yfir ána, oft og einatt. Nei, það var sízt af öllu Sæ-
mundar sök, hve fæðingarhríðir nýja tímans höfðu orðið
ógurlega þjáningafullar á Smyrilfelli. — Og föstum,
drjúgum skrefum sótti Sæmundur fram í sál hans,
unz þar kom að lokum, að hann stóð þar með bjartan
geislabaug dáða og snildar. Þangað til hafði hann slípað
og fágað þennan háskalega keppinaut, að hann var orð-
inn, þótti honum, fyrirmyndin, sú sem kynslóðinni bar
eftir að breyta, ef hún þekti sinn vitjunartíma. —
»Það var það, karl minn«, sagði Björn gamli stund-
um. »Þó ég bæri mig að standa í Sæmundi sáluga, þá
var það einlægt hann, sem bar ægishjálminn í fram-
kvæmdunum. — Mikill stakur unaður var að sjá hann
Sæmund sáluga vinna. Sá gat tekið til hendinni. —
Mikill skelfilegur sjónarsviftir verður, þegar slíkir menn
falla frá. Skjaldgæfir menn, lagsi, óbætanlegir, karl
minn. Þeir eru það«.
Og þegar Björn gamli var kominn hátt á níræðis-
aldur, orðinn blindur og örvasa og nálega elliær, þá
talaði hann löngum við sjálfan sig og muldraði í skegg-
ið: »0-jam, o-jæja, og það er það. Þá fer nú leiðin að
styttast, vænti ég, og senn fæ ég nú að sjá þá, bless-
aða, frelsara minn og guð minn og — Sæmund sáluga.
— O-jam, o-jæja. — Og það held ég«.
Jón jöklari.