Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 52
146 Rabindra Nath Tagore í Vancouver. IÐUNN Loftkend náttúruheimspeki kann að vera fögur og hin austræna ástundun draumleiðslunnar sæt, hin fölskva- lausa tignun alvaldsins og náttúrunnar, — svo að ég grípi tækifærið til að vekja athygli á einkar alvarlegri bók nýrri, um mál þessi, samdri með ósviknum töfrum af hinum persneskmentaða Bandaríkjahöfundi, Henry Chester Tracy: »Towards the Open«. En í löndum, þar sem verklýðsfélögin eru jafnilla skipulögð og t. d. í Norður-Ameríku, vinst verkamönnum yfirleitt ekki tími frá brauðstritinu til þess að gefa sig við æðri heimspeki eða ástundun næðis, — og þá allra sízt nú, síðan víð- varpið kom til sögunnar. Fyrir hinum atvinnulausu fer aftur á móti of mikill tími í að snuðra kringum atvinnu- stofnanirnar. Og þeir, sem hafa orðið fyrir þeirri fróð- legu reynslu í lægri heimspeki, að vera reknir öfugir út á strætið, þegar þeir voru að sníkja djobb, en úlfurinn beið heima við þröskuld fjölskyldunnar, — þeir vita, hve lítið tjóar að fara að ástunda hina æðri heimspeki um alvaldið o. s. frv., enda þótt það kunni að hafa íbúð í hverjum hlut. Reynsla Magnúsar sálarháska um guðs- blessunina frægu er gott dæmi, sem lýtur að þessu, úr íslenzkum raunsæisskáldskap. Menn, sem verða að sofa úti í skemtigörðum sakir húsnæðisskorts og þiggja ölm- usur hjá miðnæturtrúboðinu, sækja ekki ýkja mikla upp- byggingu sér né sínum í æðri heimspeki; alt, sem þá vantar, er djobb. Þegar ég fór frá Los Angeles fyrir nokkrum vikum, voru áttatíu þúsund allslausir atvinnu- leysingjar af verkamannastétt þar í borginni; þá vantaði ekki æðri heimspeki, heldur djobb. En hvað auðkýfinga snertir og business-hámerar, þá virðist meðal þeirra vera fremur lítil eftirspurn eftir því, sem kalla mætti con- templative luxuries, þ. e. a. s. andlega munaðarvöru. Glompurnar í skoðunum hins tigna Austurlandamanns
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.