Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 52
146
Rabindra Nath Tagore í Vancouver.
IÐUNN
Loftkend náttúruheimspeki kann að vera fögur og
hin austræna ástundun draumleiðslunnar sæt, hin fölskva-
lausa tignun alvaldsins og náttúrunnar, — svo að ég
grípi tækifærið til að vekja athygli á einkar alvarlegri
bók nýrri, um mál þessi, samdri með ósviknum töfrum
af hinum persneskmentaða Bandaríkjahöfundi, Henry
Chester Tracy: »Towards the Open«. En í löndum, þar
sem verklýðsfélögin eru jafnilla skipulögð og t. d. í
Norður-Ameríku, vinst verkamönnum yfirleitt ekki tími
frá brauðstritinu til þess að gefa sig við æðri heimspeki
eða ástundun næðis, — og þá allra sízt nú, síðan víð-
varpið kom til sögunnar. Fyrir hinum atvinnulausu fer
aftur á móti of mikill tími í að snuðra kringum atvinnu-
stofnanirnar. Og þeir, sem hafa orðið fyrir þeirri fróð-
legu reynslu í lægri heimspeki, að vera reknir öfugir út
á strætið, þegar þeir voru að sníkja djobb, en úlfurinn
beið heima við þröskuld fjölskyldunnar, — þeir vita, hve
lítið tjóar að fara að ástunda hina æðri heimspeki um
alvaldið o. s. frv., enda þótt það kunni að hafa íbúð í
hverjum hlut. Reynsla Magnúsar sálarháska um guðs-
blessunina frægu er gott dæmi, sem lýtur að þessu, úr
íslenzkum raunsæisskáldskap. Menn, sem verða að sofa
úti í skemtigörðum sakir húsnæðisskorts og þiggja ölm-
usur hjá miðnæturtrúboðinu, sækja ekki ýkja mikla upp-
byggingu sér né sínum í æðri heimspeki; alt, sem þá
vantar, er djobb. Þegar ég fór frá Los Angeles fyrir
nokkrum vikum, voru áttatíu þúsund allslausir atvinnu-
leysingjar af verkamannastétt þar í borginni; þá vantaði
ekki æðri heimspeki, heldur djobb. En hvað auðkýfinga
snertir og business-hámerar, þá virðist meðal þeirra vera
fremur lítil eftirspurn eftir því, sem kalla mætti con-
templative luxuries, þ. e. a. s. andlega munaðarvöru.
Glompurnar í skoðunum hins tigna Austurlandamanns