Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 53
IDUNN
Rabindra Nath Tagore í Vancouver.
147
á gagnsleysi skipulags og stofnana, en nytsemi mikilla
einstaklinga fyrir viðgang siðmenningar, verða hvað aug-
ljósastar af samanburði við menningarsöguna, sem sýnir,
að mikilla einstaklinga sér þvt að eins merki, að þeir
hafi skipulagt krafta fjöldans gegn fjandsamlegum öflum,
en síðan hafa þessi skipulög blómstrað í ákveðnum stofn-
unum. Enginn neitar því, að frumkvöðlar kristindómsins
hafi verið miklir einstaklingar, og er þó höfuðverðskuld-
un Páls postula falin í skipulagsstarfsemi; upphaflega
var hér að eins um skipulag öreigahreyfingar að ræða,
sem kunnugt er, og það er ekki postulans sök, þótt
hreyfingin hafi að lokum endað sem forhert auðvalds-
stofnun. Konfúcíus hvorki meira né minna en skipulagði
hina miklu siðmenningu Norður-Asíu, sem síðan hefir
þekst undir þjóðarheitinu Kína alt fram á þennan dag.
Og enginn neitar því heldur, að Karl Marx, sem var að
minsta kosti ekki verri Gyðingur en Jesús Kristur, hafi
verið mikill einstaklingur, en kjarni starfsemi hans er
samandreginn í herópinu: »Öreigar allra landa, samein-
ist«, sem miðar að því að skipuleggja alþýðu gegn fénd-
um hennar og fætt hefir af sér harðsnúinn og óbilugan
miljónaher í hverju landi, að ógleymdu einu öflugasta
stórveldi jarðarinnar, U. S. S. R.
Allir óljúgfróðir Vesturlandamenn sjá þannig með rök-
fræðilegri vissu, að samtök verkamanna um gervallan
heim í anda alyfirtækrar samvinnustefnu er eina hugsan-
lega leiðin til þess að binda enda á hina tryltu og and-
lausu baráttu manns gegn manni um frumrænustu lífs-
gæðin, sem er óhjákvæmileg afleiðing villimannlegrar
valdstjórnar auðkýfinga. Það virðist ekki tími til kominn
alment, að menn taki að sökkva sér niður í æðri heim-
speki, fyr en verkamenn um heim allan eru svo skipu-
lagðir, að kjör þeirra séu ekki framar háð auðkýfinga-