Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Qupperneq 59
IÐUNN
Sauðnaut.
Brattr er Grænlands bryggjusporður,
bólgnir jöklar hrapa í mar,
gustar kalt úr Greipum norður,
gaddr og helja drotna þar. —
Þannig hefur Fornólfur eitt kvæða sinna, og er sem
andi svalt af orðunum. Þar í »Greipum norður«, á slitr-
óttum jöðrum milli landíss og hafíss, á yztu mærum
hinna nyrztu landa á vesturhveli jarðar, lifir dýrategund
ein, sem á vísindamáli heitir »Ovibos«, en á íslenzku
hefir, nú upp á síðkastið, verið nefnd sauðnaut. Dýra-
tegund þessi er nokkuð einstæð í tilverunni, getur ekki
talið til náins skyldleika við nein önnur dýr á jörðinni.
Hún heyir sitt harða stríð við heimskautshörkurnar, en
svo harðger er hún, að hún virðist þola hvaða aftök sem
eru. í heimkynnum hennar skín sól jafnt nætur sem
daga langan tíma sumarsins; þá vakna til lífs ógurlegir
sveimar af mýi og valda henni kvalræðis, sem linnir oft
ekki langa tíma. Þetta af ber hún alt. Og hún lætur
ekkert af rándýrum þeim, sem að kunna að sækja, úlfa,
birni, refi o. s. frv. yfirbuga sig. Að eins þegar maður-
inn kemst í kynni við hana er hún strádrepin svo, að
hún tortímist með öllu á þeim slóðum, sem hann fer
hokkuð um.
Sauðnaut er nákvæm þýðing á latneska heitinu, ovi-
bos. Heitið er að vísu ekki viðfeldið í íslenzku máli,1)
t) Það er t. d. ekki viðkunnanlegt að segja „sauðnautskýr", né