Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 72
166 Lifandi kristindómur og ég. IÐUNN hugvekjur prestafélagsins með 10 hugvekjum eftir ]ón biskup Helgason, þá fanst mér ábyrgðarhluti að þegja lengur yfir trúarreynslu minni. III. Eg er fæddur í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu á síðasta fjórðungi 19. aldar. Og þar ólst ég upp til 16 ára aldurs. A bænum, sem ég er fæddur og uppalinn á, voru að staðaldri átta manns í heimili. Það var faðir minn, móðir mín, móðurfaðir minn, móðurmóðir mín, móðursystir mín, ég og bræður mínir tveir. Eg átti og eina systur, en hún dó á unga aldri. Og amma mín andaðist, þegar ég var fyrir innan fermingu. Faðir minn var trúaður. Móðir mín var trúuð. Afi minn var trúaður. Amma mín var trúuð. Og móðursystir mín var einnig trúuð. Þetta fólk trúði alt kenningum heilagrar ritningar. Alt trúði það því, að til væri persónulegur guð, er væri á himnum og stjórnaði þaðan rás gervallrar tilveru. Það trúði því, að guð væri algóður, alvitur og almáttugur. Það trúði því og, að hver maður hefði sál, sem lifði líkamsdauðann. Sálir góðra manna trúði það að færu til guðs, þegar líkamslífinu lyki, og lifðu þar í eilífum fagnaði. En sálir vondra manna skildist því að hlytu refsingar fyrir afbrot sín á jörðinni. Því trúði það einnig, að Kristur væri Guðsson, getinn af heilögum anda og fæddur af Maríu mey. Það trúði því, að hann hefði gengið um í Gyðingalandi og flutt syndurunum fagnaðarerindið, eins og það er skráð í guðspjöllunum, breytt vatni í vín, lægt vind og sjó, lækn- að sjúka og vakið upp dauða. Því trúði það enn fremur, að hann hefði látið líf sitt á krossinum til endurlausnar heiðingjum allra þjóða, að hann hefði risið á þriðja degi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.