Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 83
IÐUNN Lifandi krislindómur og ég. 177 dauðasynd. Svo óguðlegt orðbragð leyfði sér enginn syndaselur í Suðursveit. Svo er að sjá, sem útræði hafi verið betra í Suður- sveit fyr á öldum, því að á 17. öld sóttu menn þangað róðra úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu á vetrarvertíðum. Sjóbúðir höfðu þeir undir Borgarhafnarfjalli svo nefndu. Sér þar enn móta fyrir búðatóftum, og hét þar á einum stað Eyfirðingabúðir. Sú þjóðsögn gekk í Suðursveit, að Norðlendingar þessir hefðu verið léttúðugir og óguðlegir í háttum sínum. Þó var ein skipshöfn í þeirra hóp, er sneiddi hjá sukki og svalli hinna og lifði grandvöru lífi. Eina nótt á vertíðinni dreymir formann þessarar skips- hafnar, að til sín komi maður alvarlegur yfirlitum og ráði sér frá að róa næsta dag. Þann dag sat sú skips- höfn í landi, en allir hinir Norðlendingarnir reru. Undir kvöld komu skip Suðursveitunga af fiskimiðum. Þau sáu skip Norðanmanna velkjast mölbrotin fyrir landi, og ægði þar saman braki og blóðugum mannabúkum. En inni í rekaldi þessu busluðu illhveli tvö. Það var náhvalur og rauðkembingur. Rauðkembingurinn færði rekaldið í kaf, en náhvalurinn fylgdi eftir honum og svelgdi lík hinna dauðu. Sagt var, að illhveli þessi hefðu orðið skipunum að tjóni. Það var refsidómur drottins. En skipshafnirnar úr Suðursveit sakaði ekki, því að þær voru guðhræddar og héldu boðorð drottins. Upp úr þessu hættu Norðlendingar að stunda sjóróðra í Suðursveit. Framh' Þórbergur Þórðarson. löunn XIII. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.