Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 84
iðunn:
Heimskautafærsla.
1. Loftslagsbreytingar.
Þess sjást skýr merki í ýmsum löndum víðsvegar á
jörðinni, að loftslag hefir hvað eftir annað gerbreyzt,
svo að í sama landinu hefir það verið suma tíma
svo kalt, að alt hefir verið hulið þykkum jökli, en aðra
tíma hefir það verið svo heitt, að alt hefir verið vafið
fjölskrúðugum jurta- og trjágróðri. Steingervingar jurta
og dýra og jökulminjar, eins og jökulrispur og jökul-
ruðningar, sem fundist hafa víða í löndum, benda á
þetta.
Sú hefir verið tíðin, að Grænland hefði getað borið
nafnið með réttu. Jurtaleifar þar sýna, að einhverntíma
hafi það verið þakið fjölbreyttum jurta- og trjágróðri.
Meðal annars hafa vaxið þar pálmar, og í sjónum við
strendur þess hafa lifað kóraldýr, sem myndað hafa
mikil kóralrif. En nú er meginið af Grænlandi, eins og
kunnugt er, hulið jökulbreiðu. Eftir jurtaleifum að dæma,
sem fundist hafa á Grinnelslandi, á 82° n. br., mætti
ætla, að álíka heitt, hafi verið þar og nú er á Frakk-
landi eða suður á Ítalíu. En „ nú er meðalhiti ársins
á Grinnelslandi um -5- 20° C. í kuldabeltinu syðra hafa
einnig fundist jurtaleifar, sem sýna, að líkar loftslags-
breytingar hafa orðið þar. Schackleton og félagar hans
fundu þannig kolalög á 85° s. br. Rannsóknir hafa
einnig leitt í ljós, að álíka stórfenglegar loftslagsbreyt-
ingar hafi átt sér stað í tempruðu beltunum og jafnvel
í hitabeltinu. Þar hafa fundist minjar víðáttumikilla jökla,
sem hafa að öllum líkindum náð fram í sjó, jafnvel í
hitabeltinu.
Þó að land vort sé kalt, er nafn þess, Island, nú
rangnefni. Vegna nafnsins hyggur margur ókunnugur,
að landið sé miklu kaldara en það er í raun og veru.