Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 84

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 84
iðunn: Heimskautafærsla. 1. Loftslagsbreytingar. Þess sjást skýr merki í ýmsum löndum víðsvegar á jörðinni, að loftslag hefir hvað eftir annað gerbreyzt, svo að í sama landinu hefir það verið suma tíma svo kalt, að alt hefir verið hulið þykkum jökli, en aðra tíma hefir það verið svo heitt, að alt hefir verið vafið fjölskrúðugum jurta- og trjágróðri. Steingervingar jurta og dýra og jökulminjar, eins og jökulrispur og jökul- ruðningar, sem fundist hafa víða í löndum, benda á þetta. Sú hefir verið tíðin, að Grænland hefði getað borið nafnið með réttu. Jurtaleifar þar sýna, að einhverntíma hafi það verið þakið fjölbreyttum jurta- og trjágróðri. Meðal annars hafa vaxið þar pálmar, og í sjónum við strendur þess hafa lifað kóraldýr, sem myndað hafa mikil kóralrif. En nú er meginið af Grænlandi, eins og kunnugt er, hulið jökulbreiðu. Eftir jurtaleifum að dæma, sem fundist hafa á Grinnelslandi, á 82° n. br., mætti ætla, að álíka heitt, hafi verið þar og nú er á Frakk- landi eða suður á Ítalíu. En „ nú er meðalhiti ársins á Grinnelslandi um -5- 20° C. í kuldabeltinu syðra hafa einnig fundist jurtaleifar, sem sýna, að líkar loftslags- breytingar hafa orðið þar. Schackleton og félagar hans fundu þannig kolalög á 85° s. br. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós, að álíka stórfenglegar loftslagsbreyt- ingar hafi átt sér stað í tempruðu beltunum og jafnvel í hitabeltinu. Þar hafa fundist minjar víðáttumikilla jökla, sem hafa að öllum líkindum náð fram í sjó, jafnvel í hitabeltinu. Þó að land vort sé kalt, er nafn þess, Island, nú rangnefni. Vegna nafnsins hyggur margur ókunnugur, að landið sé miklu kaldara en það er í raun og veru.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.